Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1923, Qupperneq 45
kalt á Suður- og Vesturlandi, en norðanlands og aust-
an var pað fremur gott. Með vetri fór að versna tíð-
in og verða snjóamikið; einkum á Austurlandi. Hélst
sú tíð náiega árið út.
Verzlun var mjög örðug.
Kaupgjald lækkaði yfirleitt nokkuð.
Uppskera úr görðum var með allra minsta móti.
Laxveiði dágóð, sildveiði sömuleiðis, og aðrar fisk~-
veiðar í meðaliagi, en útgerð til þeirra mjög í lamasessi,
* ★
*
Jan. 27. Slitnaði sæsíminn á milli Færeyja og íslands.,
skamt frá Færeyjum, á sömu stöðvum og áður.
í þ. m. var stofnaður í Reykjavík, fyrir forgöngu
verzlunarráðsins, gerðardómur í verzlunar- og sigl-
ingamálum. Formaður hans Ásgeir Sigurðsson ræð-
ismaður.
Febr. 1. Ármannsglíma háð i Rvík, um nýjan skjöld,
og vann Tryggvi Gunnarsson verzlunarmaður hann,
en önnur verðlaun fekk Hermann Jónasson stúdent.
— 5. Kosnir alþingismenn í Rvík: JónBaldvinsson prent-
ari, með 1795 atkv.; Jón Roriáksson verkfræðingur,
með 1463, og Magnús Jónsson docent, með 1404 atkv,
í þ. m. tók til starfa í Rvík prentsmiðja Hall-
gríms prentara Benediktssonar.
í marz var stofnað í Rvik stjórnmálafélagið Stefnir.
Formaður þess Olafur Thors útgerðarmaður.
Apríl 30. Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands.
haldinn að Þjórsártúni.
í maí var vélritunarkappmót háð í Rvík. Tóku 9 þátt
í þvi. Fyrstu verðlaun hiaut Eggert P. Briem; skrif-
aði á 20 mínútum 903 orð og at þeim voru 845
villulaus. Systir hans, Friede Briem, fekk þriðju,
verðiaun, meðfram fyrir beztan frágang, skrifaði
682 orð og af þeim 653 villulaus. — 1 þ. m. og
fram eftir sumri gekk sumstaðar inflúenza, fremur
væg, en þó dóu nokkrir úr henni.
(19)
2