Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1923, Síða 46
Júní 17. Afmæli Jóns Sigurðssonar. Pá var afhjúpaður
í Wínnipeg minnisvarði hans, afsteypa af liknesk-
inu eftir Einar Jónsson. — S. d. Háskólinn hér 10
ára. Heimspekisdeild hans gerði þá prófessorana
dr. Finn Jónsson og dr. Þorvald Thoroddsen að
heiðursdoktorum. — Aðalfundur Bókmentafélags-
ins. — Allsherjar íþróttamót í Rvik. — Kom hóp-
ur norskra iþróttamanna frá Kristiania Turnforen-
ing til Rvíkur og sýndi í næstu daga íþróttir sín-
ar. Fór 22. þ. m. áleiðis vestur og norður um land
til Noregs.
— 19. Kvenréttindadagurinn, hátíðlegur haldinn í Rvík.
— 22. Opnuð listasýning í Rvík.
— 23.—25. Prestastefna í Rvík.
— 25. Aðalfundur Eimskipafélags íslands. — S. d.
byrjaði að koma út, í tilefni af komu konungs-
fjölskyldunnar, danskt dagblað i Rvik, Kurér, rit-
stjóri Helge Wellejus. Komu út 11 tölublöð af því.
— Hófst i Rvik Búnaðarþing íslands. Stóð til 4. júlí.
— 26. Komu konungshjónin og báðir synir þeirra til
Rvíkur, með föruneyti sínu. Var þann dag og dag-
inn eftir fagnaður mikill og veizluhöld fyrir kon-
ungsfjölskyldunni.
— 27. Rafstöð Reykjavíkur opnuð af konungshjónun-
um. — S. d. Heimilisiðnaðarsýning og búsáhalda-
sýning hófust í Rvík. Hin síðarnefnda stóð til 3. júlí.
— 28. Fór konungsfjölskyldan með föruneyti, ásamt
fjölda annara manna, til Þingvalla. Var hátíðahald
þar að Lögbergi. Næstu daga var förinni haldið
til Geysis, Gullfoss, Olfusárbrúar, Sogsfossa, ogþað-
an til Rvíkur (2/7). Góðviðri var allan tímann.
— 29. Hófst í Rvík stórstúkuþing Goodtemplara.
Júlí 4. Hélt konungsfjölskyldan með föruneyti sínu
frá Rvik, áleiðis til að heimsækja Grænland.
Konungur gaf alþingi skrautker fagurt, lands-
spítalasjóðnum 10 þúsund krónur og til fátækra
i Rvík 5 þúsund krónur. Náðaði konu, sem ekki
(20)