Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1923, Page 47
var búin að úttaka hegningu, tvo fanga og stytti
hegningartíma tveggja. íslenzkar konurgáfu drottn-
ingunni skautbúning, allan af silki og gulli gerð-
an, og peim hjónunum og sonum peirra var gef-
in sín svipan hvoru, hinir mestu kjörgripir.
Agúst 6. Byrjaði að koma út í Rvík barnaritið Ljós-
berinn. Ritstjóri Jón Helgason prentari.
— 19. Pjóðvinafélagið 50 ára. Fyrsti forseti þess var
Jón Sigurðsson. Minningarrit var gefið út.
— 28. Leikmót íþróttafélags Rvíkur.
í þ. m. sat Lögjafnaðarnefndin að störfum í
Khöfn.
Sept. 8. Kom eimskipið Goðafoss í fyrsta sinn til Rvík-
ur. Var smíðaður i Khöfn. Burðarmagn 2060 smá-
lestir. Skipstjóri Einar Stefánsson, áður skipstjóri
á eimskipinu Sterling.
í okt. komu upp fjársvik í Rvik, framin af tveimur
mönnum. — Pá var stolið allmiklum peningum úr
sölubúð i Rvík. — Einnig var maður tekinn fastur
vestur í Fróðárhreppi, fyrir að hafa stolið tveim-
ur hestum, á Suðurlandi.
Nóv. 6. Minningarhátíð haldin í kaþólsku kirkjunni
í Rvík, um Jón Ögmundsson biskup á Hólum (-j- e/u
1121).
— 14. Stúdentafélag Rvikur 50 ára. Afmælið var há-
tiðlegt haldið og gefið út minningarrit.
í þ. m. var stofnað mötuneyti stúdenta í Rvik
(Mensa academica). — Var nýkomnum rússnesk-
um dreng til Rvíkur, er Ólafur litstjóri Friðriks-
son tók til fósturs, brott vísað og burt fluttur úr
landi, sökum sóttnæmishættu er af drengnum átti
að stafa, vegna augnveiki er að honum gekk og
Trachoma heitir, þeirrar tegundar hennar er nefn-
ist hin egypzka augnsýki. Urðu í sambandi við
brottvísun þessa talsverðar óspektir í bænum og
miklar blaðadcilur.
(21)