Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1923, Síða 48
b. Alþingi.
Febr. 15. Alpingi sett. Síra Árni Björnsson prédikaöi
í dómkirkjunni. Kosinn forseti sameinaðs þings Jó-
hannes Jóhannesson, en varaforseti Sveinn Olafsson.
í efri deild kosinn torseti Guómundur Björnson,
en Guðmundur Ólafsson fyrsti og Karl Einarsson
annar varaforseti. í neðri deild kosinn forseti Bene-
dikt Sveinsson, en Sigurður Stefánsson fyrsti og
Bjarni Jónsson trá Vogi annar varatorseti. Skrifar-
ar voru kosnir: f sameinuðu þingi Jón A. Jónsson
og Eirikur Einarsson, í efri deild Sigurður H. Kvar-
an og Hjörtur Snorrason, en í neðri deild Porsteinn
M. Jónsson og Magnús Pétursson. —Skrifstofustjóri
Alþingis var Jón cand. phil. Sigurðsson frá Kall-
aðarnesi, í veikindum Einars Porkelssonar.
Maí 21. Alþingi slitið. Fjármálaráðherrann sleit því,
þar eð forsætisráðherrann var þá í utantör. Alls
voru haldnir 77 fundir í neðri deild, 79 í efri deild
og 4 í sameinuðu þingi. Neðri deild hafði til með-
ferðar 133 mál: 106 lagafrumvörp, 25 þingsályktun-
artillögur og 2 fyrirspurnir; en efri deild 97 mál:
88 frumvörp og 9 þingsályktunartillögur. Alls voru
lögð fyrir þingið 113 frumvörp, sem voru 49 stjórn-
arfrumvörp og 64 þingmannafrumvörp, urðu 71 að
lögum: 35 stjórnarfrv. og 36 þingmannafrv. Einu
stjórnarfrumvarpi og 2 þingmannafrumvörpum var
visað frá með rökstuddri dagskrá, en eitt frumvarp
var tekið aftur. Óútrædd urðu 11 stjórnarfrumvörp
og 18 þingmannafrumvörp. Pingsályktunartillögur
voru bornar fram 31 og urðu 16 þeirra afgreiddar
til stjórnarinnar, þær voru 10 frá neðri deild, 2 frá
efri og 4 frá sameinuðu þingi. 5 ályktanir voru gerð-
ar um skipun nefnda. Alls liafði þingið því til með-
ferðar 146 mál. t þinglokin voru kosnir: Til að meta
hlutabréf íslands banka sem ríkið kynni að kaupa,
Porsteinn Porsteinsson hagstofustj. og Björn Krist-
(22)