Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1923, Blaðsíða 49
jánsson og í bankaráð íslands banka Bjarni Jóns-
son frá Vogi, endurkosinn; yfirskoðunarmaður
Landsbankans Guðjón Guðlaugsson, endurkos-
inn; forseti Pjóðvinafélagsins dr. Páll Eggert Óla-
son, þar eð Benedikt Sveinsson baðst undan endur-
kosningu; endurskoðunarmenn landsreikninganna
síra Kristinn Daníelsson, Jörundur Brynjólfsson og
Matthias Ólafsson, endurkosnir; framkvæmdarstjóri
Söfnunarsjóðs íslands síra Vilhjálmur Briem, en
gæzlustjóri sjóðsins Klemens Jónsson, og í Verð-
launanefnd gjafasjóðs Jóns Sigurðssonar Jón Por-
kelsson og Sigurður Nordal doktorar og Hannes
Porsteinsson skjalavörður.
c. Lagastadfestiugar o. s. frv.
Apríl 3. Lög um framlenging á gildi laga nr. 57, 28.
nóv. 1919. (Seðlaauki íslands banka).
Maí 7. Lög um breyting á póstlögum nr. 43, 16. nóv.
1907, og lögum nr. 64, 28. nóv. 1919. — Póstlög.
— 31. Lög um seðlaútgáfu íslandsb., hlutafj.auka o. fl.
Júní 27. Lög um afnám laga nr. 12, frá 18. sept. 1891,
um að íslenzk lög verði eftirleiðis aðeins gefin út
á íslenzku. — Dm heimild fyrir ríkisstjórnina til
þess að ábyrgjast fyrir hönd ríkissjóðs nýtt skipa-
veðlán hl.fél. Eimskipafélags íslands. — Um sendi-
herra í Khöfn. — Um heimild fyrir ríkisstjórnina
til pess að taka í sínar hendur alla sölu á hross-
um til útlanda, svo og útflutning þeirra. — Um sam-
þykt á landsreikningnum 1918 og 1919. — Fjárauka-
lög fyrir árin 1918 og 1919. — Um friðun rjúpna og
breyting á lögum um friðun fugla og eggja, nr. 59,
frá 1913. — Um veiting ríkisborgararéttar. — Um
breyting á lögum 8. okt. 1883 um bæjarstjórn á
Akureyri. — Um stækkun verzlunarlóðarinnar í
Bolungarvík. — Um löggilding verzlunarstaðar á
Suðureyri við Tálknafjörð. — Um sölu á kirkju-
jörðunni Upsum í Svarfaðardal. — Um eignarnám
(23)