Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1923, Page 54
evangelisk-lúterskra safnaða í íslendingabygðum í
Saskatchewan.
f. Seinl iherrar og rædismouu.
Júní 10. Var Jóhann Porkell Jósepsson viðurkendur
þýzkur vararæðismaður í Vestmannaeyjum.
Júlí 1. Var Ásgeir Sigurðsson stórkaupmaður og brezk-
ur vararæðismaður í Rvík útnefndur af Englands-
konungi yfirræðismaður brezkur hér á landi.
Okt. 21. Var Sigfús M. Blöndahl stórkaupmaður við-
urkendur þýzkur ræðismaður í Rvík.
í des. var Jón Þorvaldsson cand. phil., ritari brezka
ræðismannsins í Rvík, skipaður pro-konsúll í Rvík.
g. Helðursmerki og heiðursgjalir.
Júlí 3. Stofnaði konungurinn hið íslenzka heiðurs-
merki, falkaorðuna. Hún er stofnuð til þess að
sæma með henni þa menn, innlenda og útlenda, og
þær konur, sem öðrum fremur hafa eflt hag og
heiður íslands. Konuhgurinn er stórmeistari orð-
unnar, en þrjú eru stig hennar: Stórkrossriddarar,
stórriddarar og riddarar. — S. d. skipaði stjórnin
5 manna nefnd til þess að ákveða hverir skuli
sæmdir verða heiðursmerkinu og skipa nefndina
fyrstu 6 árin þeir Jóhannes Jóhannesson bæjar-
fógeti, Klemens Jónsson fyrv. landritari, Ásgeir Sig-
urðsson yfirræðismaður og Björn Kristjánsson fyrv,
bankastjóri, en konungsritari er sjálfkjörinn í nefnd-
ina. Ráðgert, að framvegis skuli Alþingi kjósa 2
menn í nefndina og stjórnin 2. — S. d. sæmd stór-
krossriddarakrossinum: Konungurinn, drottningin
og synir þeirra og Jón Magnússon forsætisráðherra,
Neergaard forsætisráðherra Dana, Krieger konungs-
ritari og I. C. Christensen ráðherra. — Sæmdir
stórriddarakrossinum: Juel hirðmarskálkur, Gjer-
nals ofursti, Christensen, Cold og Hartung kom-
mandörar, Appeldorn Oberstlautenant, Monberg
(28)