Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1923, Page 64
af botnvörpungnum Ingólfi Arnarsyni. Peir voru
að fara á skipsbátnum út í skipið, en veður hvast.
Flétu Eyþór Kristjánsson og Vilhjálmur Oddsson
og voru báðir frá Hafnarfirði.
I þ. m. varð maður úti á Hellisheiði.
Um sumarið féll maður út úr báti á höfninni á
Akureyri ög druknaði. Hét Magnús J. Franklín og
var kaupmaður á Akureyri.
Benedikt Gabríel Benedikisson.
I
Leiðrétting á Alm. 1922, bls. 57. Samkvæmt skýrslu frá Magnúsi
Friðrikssyni á Staðarfelli um slysið 2. okt. 1920, var norðaustan-
stórviðri þann dag. »Pá að var komið, var báturinn upp i lopt.
Magnús fóstursonur minn lá á grúfu i honum yíir þóftu. Til hlés
við bátinn lá Gestur sonur minn i fjörunni; bátsfestin var fast
hnýtt um liann miðjan; var auðséð, að hann hefir ætlað að bjarga
bát og fólki á sundi, en orðíð um megn- Hann var blóðstorkínn
á báðum vöngum. Hann hefir sprungið af ofraun, þá að landi
var komið«.
Útlendnr fræðabálbnr.
1. Um að lengja lífið. Vísindamönnum hefir lengi
pótt torskilin sú ráðgáta, að meðalaldur manna og dýra
virðist vera bundinnvið nokkurn veginn ákveðinnára-
fjölda. Lægstu verur jarðarinnar lifa nokkurar klst.,
vatnsflær nokkura daga, blaðlýs 1 mánuð, litlar slöng-
ur 1 ár, Angora-kanínur 4 ár, kettir 10—15 ár, hundar
15—20, nautfé 20—30, hestar 25—50, asnar 60—80, ern-
ir, álptir, krákur og úlfaldar 100, fílar, skjaldbökur og
krókódílar 150—200 og geddutegund ein yfir 300 ár.
Mannsæfin er mislöng og fer vafalaust eftir lands-
lagi, loptslagi og lífskjörum manna. Fæstir ná 100 ára
aldri, en pó eru til frásagnir um menn, er hafa orðið
alt að 170—180 ára gamlir. Franskur náttúrufræðing-
ur einn, Debay, hefir gert lista yfir elztu menn pá,
er hann hefir haft vitneskju um, og uefnir hann par
(38)