Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1923, Síða 66
20 ára aldri, geti búizt við að lifa í viðbót 35 ár7
40 —
50 —
60 —
70 —
75 —
80 —
85 —
29 —
23 —
17 —
4i/s —
3i/s —
3 —
90 — — óákveðið.
(100 — — undantekning).
Vísindamenn hafa nú rannsakað öll gögn þau, er
hagskýrslur, læknavísindi og aðrar fræðigreinir hafa
getað látið þeim í té og dregið ýmsar ályktanir af
þeim. Virðist af því, að maöurinn lifi því lengur sem
hann er hærra settur í mannfélaginu, þó að þeir, sem
hafi orðið meira en 100 ára, hafi flestir verið verka-
menn. Gregor 9. páfi varð 100 ára. Franz Jósef Aust-
urríkiskeisari, er dó 1916, var alla æfi mjög starf-
samur og á síðustu æviárum eins andlega hress
og hann væri fimtugur. Tizian málari varð 99i/s og
Michel Angelo myndhöggvari 90 ára.
Um kynflokkana eru flestir sammála um, að kákas-
iski kynflokkurinn sé langlífastur, en sá mongólsks
og malajiski séu skammlifastir.
Konur lifa miklu lengur en menn, og telst svo til,
að hlutfallslega verði 178 konur, en 100 menn, yfir
90 ára og 155 konur, en 100 menn, yfir 100 ára.
Pá er og alkunnugt, að langlífi fer í ættir, og má
minna á það, að forfeður IJindenburgs hershöfðingja
urðu flestir æfagamlir.
Loftslag og landslag veldur og miklu um, ogverða
menn langlífari í hálendi, hæfilega köldu og rakalitin
loftslagi en þar sem öðruvísi háttar. Á Skotlandi, í
Svíþjóð og Danmörku eru tiltölulega margir menn,
er verða 100 ára; í Ungverjalandi, Siebenbúrgen og
Búlgaríu hafa menn álitið, að neyzla Yoghurt-mjólkur
(40)