Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1923, Blaðsíða 67
hafi lengt lifið, en svo mun þó varla vera, því að
bæði Rúmenar og Suður-Rússar lifa einnig á súr-
mjólk, en verða frekar skammlifir.
Pá er og merkilegt, að andleg starfsemi virðist
lengja lífið.
Blóðrásin ðrvast við andlega slarfsemi, einkum
heilablóðið. Vinneytendur hafa blóðríkan heila og
eru því oft fyndnir og hnittnir í svörum og andríkir.
Sjást slík áhrif áfengisnautnar vafalaust hjá heilum
þjóðum, t. d. Frökkum, er drekka vín, og Bayern-
búum, er drekka flestir bjór.
Matur og drykkur hafa vitanlega mikil áhrif á lif
manna, og fjöldi manna deyr skömmu eftir sextugt,
af þvi að menn taka sér hvildir frá lífsstörfunum
fyrr en þörf krefur og varast ekki að eta og drekka
meira en líkaminn getur notað. Bezt mun vera að
eta og drekka að eins það, er landið framleiðir, er
menn búa í, og hæstum aldri ná venjulega þeir, er
gæta hófs i hvívetna og eru lengst af undir berum
himni.
Enn skal geta þess, að frægur franskur læknir einn,
Tissot, gaf þær skýringar á þvi, að konur næðu
hærra aldri en menn, að þær töluðu miklu meira;.
slúðursögur kvenna örvuðu blóðrásina og væri þvi
gott meðal til þess að lengja lífið!
Við þessar og þvílíkar athuganir studdist prófessor
Steinach í Vinarborg, hinn frægi læknir, er sögur
fara af, að fundið hafi upp ráð til að yngja menn
upp með uppskurði eða öðrura aðferðum. Dvelur
hann í Vínarborg, og eru ekki nema 2—3 ár liðin, síðan
hann tilkynti, að hann hefði fundið slíkt ráð upp.
Fyrsta daginn, er fregn þessi birtist, er sagt, að hann
hafi fengið yfir 5000 simskeyti — frá Berlín einni.
Mergurinn málsins í kenningu próf. Steinachs er
sá, að með þvi að örva eða breyta getnaðarkirtli
fflanna megi hafa áhrif á alt líkamsástandið. Eftir
siðustu rannsóknum er gelnaðarkirtill þessi tvískift-
(41)