Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1923, Síða 74
fornöld þekktu menn auk 6 og 28 að eins tvær full-
komnar tölur, sem sé 496 og 8128. Fyrst áriö 1461
finna menn hina næstu fullkomnu tölu, 33550336. Nú
á tímum þekkja menn alls 9 fullkomnar tölur, fund-
ust 3 þeirra á 16. öld, en ein á 19. öld. Einkenni þeirra
er það, að þær enda allar annaðhvort á 6 eða 28.
Ekki vita menn enn, hvort tala fullkominna talna er
óendanleg eða ekki. — Háar tölur. Ef menn setja
peninga á vöxtu, vaxa þeir rojög hratt. Með 5 af
hundraði er fjárhæðin tvöfölduð á hér um bil 14 ár-
um, þrefölduð á rúmlega 22^/a ári, ferfölduð á ná-
lega 28l/a ári o. s. frv. Setjum svo, að 1 kr. hafi ver-
ið lögð á vöxtu við Krists burð og spurt sé, hvað
hún hafi vaxið á 1875 árum með 5 af hundraði í
vöxtu. Dæmið yrði svo sett fram: ki875 = kr.
(1 + Toiy)1875 = kis75 = 1)051875 kr. Nákvæmlega
yrði fjárhæðin samtals 53695236076014498752466593034-
515466398,33 krónur. Fjárhæðin er svo gríðarleg, að
menn geta ekki gert sér grein fyrir stærðinni í raun
og veru. — Fræg er orðin hugnun sú, sem Sessa Ebn
Daher, er fann skáktaflið, fekk fyrir það hjá Indlands-
konunginum Shehram. Konungur bauð honum að
velja sjálfur launin fyrir það. En Sessa mæltist til
þess að fá 1 hveitikorn fyrir fyrsta reit, 2 fyrir ann-
an, 4 fyrir þriðja o. s. frv. Samtals voru kornin að
2M = l = 18446744073709551615 korn. Nú myndu
menn kunna að spyrja, hve margir hektolítrar korns
þetta væru, og má skýra það nánara svo: Samkvæmt
lögum frá dögum Játvarðs Englandskonungs hins
fyrsta (1302) skyldi eitt sterlingspund hafa sama
þunga sem 32 vel þurrkuð hveitikorn. Eftir því fara
í 1 kg. (2 pund) 20576 hveitikorn, en nú er 1 hekto-
líter góðs hveitis að þyngd 72,75 kg., og eru þá 1496904
korn í 1 hektolíter hveilis. Laun Sessa hafa þá verið
123232264600609 hektolítrar. Ef menn hugsa sér allt
þurraland jarðarinnar þakið þessu hveiti, myndi hæð
þess vera 9,14 millímetrar.
(48)