Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1923, Qupperneq 75
6. Fjallabústaðir. Þvi hærra sem bústaðir liggja, því
tninna verður súrefnið i loftinu og því erfiðlegar veit-
ir mönnura að þola loptslagið. Bernarðs-hælið mikla
liggur í Alpafjöllum og er eins konar sæluhús í yfir-
gripsmiklum skilningi; það er rúmum 8000 fetum qf-
ar en sjávarflötur. Ekkert er þetta á móti því, sem
dæmi eru til sumstaðar annarstaðar. í Perú, i Suð-
ur-Ameríku, í Andesfjöllum, eru mannabústaðir full-
um 17000 fetum fyrir ofan sjávarflöt. En í Himalaya-
fjöllum munu þó mannabústaðir liggja hæst, svo að
kunnugt sé; þar, í skarði einu, sem kallað er Donkia-
skarð, hefir Tíbetstjórn varðmenn, og er það fullum
18000 fetum ofar en sjávarflötur og súrefni loptsins
að eins hálft á við það, sem er við sjávarflöt. En
það er ekki að undra, þó að Tíbetbúar þoli þetta
loptslag, því að margir bústaðir þar liggja 15—16
þúsundir feta fyrir ofan sjávarflöt.
7. Kolaforðijarðarinnar. Kolaeyðsla heimsins fer sí-
vaxandi, eflir því sem framfarir aukast, vélum fjölgar o.
s. frv. Petta hefir leitt til þess, að ýmsir hafa orðið
hræddir um það, að kolin myndu þrjóta. Petta hefir
aftur leitt til rannsókna um það, hve mikið af kol-
um væri til i jörðunni, sem hægt væri að ná. Á al-
mennum jarðfræðingafundi í Kanada árið 1913 var
ákveðið að rannsaka þetta efni. Til þess að sýna
kolaeyðsluna má nefna það, að ársframleiðsla Eng-
lands á kolum var í upphafi 18. aldar 2,5 millj. smá-
lesta, í upphafi 19. aldar 10, árið 1845 35 og árið
1860 82 millj. smálesta. Árið 1865 var kolaframleiðsla
jarðarinnar 182 millj. smálesta, en nú er hún orðin
nálega 'tífalt hærri og nemur að verði til meira en
10 milljörðum króna, og er þó miðað við réttlátlegt
verð (ekki styrjaldaráraverð). Bretland hið mikla var
lengstum það land, sem mest framleiddi af kolum,
en 1895—1900 urðu Bandaríkin í Ameríku hærri og
hafa verið siðan, og árið 1912 varð Pýzkaland i fyrsta
sinn hærra. Öll önnur lönd samtals framleiða ekki
(49) 4