Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1923, Síða 77
Evrópu skiptist kolaforöinn svo eftir löndum (talið
í millj. smálesta):
Þýzkaland 423356, Bretland hið mikla og írland
18H533, liússland 60106, Austurriki 53876, Frakkland
17583, Belgía 11000, Spánn 8768, Spilzbergen 8750, Hol-
land 4102, Bosnia og Herzegov. 3676, Ungverjaland
1717, Serbía 529, Búlgaria 388, Ítalía 243, Svíaríki 114,
Danmörk 50, Grikkland 40, Rúmenia 39, Portúgal 20.
8. Varnarlitir. Pað er kunnugt, að litur fugla og
annarra dýra fer mjög eflir landslagi o. fl., eftir því
hvað dýrum er hentast til pess að leynast óvinum
sinum. Málari einn amerikskur, Abbot Thayer að
nafni, rannsakaði ítarlega litu fugla og annarra dýra,
og þókti mörgum fánýtilegt. En svo er oft um nátt-
úrurannsóknir, að þær koma oft þar að notum, sem
sízt skyldi ætla. Á styrjaldarárunum réð stjórn Banda-
rikjanna Thayer í þjónustu sina til þess að mála
svo herskip sín, að sem minnst bæri á þeim á sæ úti.
9. Mótekja. írland er vafalaust mesta móland f
Norðurálfu. Notað er þar áilega nálægt 6 millj. smá-
lesta af mó, og er það þó lág tala í samanburði við
móbirgðir landsins, því að svo er talið, að úr mýr-
um landsins megi vinna samtals nálægt 4000 millj.
smálesta írar leggja því meiri rækt við móvinnslu
en aðrar þjóðir, og þar er rannsóknarnefnd mikil,
sem leggur mikla alúð við allt þess háttar. Pað er
einkum vinnuaflið, sem erfiðleikum veldur. Móvinnsla
getur ekki átt sér stað lengur en 4—6 mánuði ársins;
þess vegna stendur móvinnsla verr að vígi en þær
atvinnugreinir, sem geta veitt mönnum atvinnu allt
árið um kring. Raunar er þurrkun mósins í sæmi-
lega þéttbýlum héruðum að mestu i höndum barna
og kvenna. En samt sem áður er aðalrannsóknun-
um beitt að þvi, hversu spara megi menn til vinn-
unnar. Og hafa því verið teknar upp vélar í þessu
skyni; merkastar þeirra eru þær, sem kenndar eru
viö Baumann og Wielandt. Pær, er siðar voru nefnd-
(51) r