Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1923, Side 78
ar, kostuðu með öllum tilfæringum fyrir 4—5 árum
1000 sterlingspund, hinar 1500 sterlingspund. Svo er
talið, að fjórar pessara véla með 16 mönnum sam-
tals geti tekið upp, hnoðað í köggla og breitt svo
mikinn mó á einum degi, að nema muni nálægt 250
smálestum af þurrkuðum mó. Talið er, að með venju-
legu vinnulagi eða vélalaust þurfi 160 manns til þess
að afkasta jafnmiklu. Hér gæti verið um merkt at-
riði að ræða í þjóðarbúskap vor íslendinga, ef ein-
hverjir yrðu til þess að kynna sér þetta efni rækilega.
10. Ggðingaháskóli i Jórsölum. Hinn heimsfrægi
eðlisfræðingur Einstein, sem er Gyðingur að ætterni,
hefir verið í Ameríku nýlega samkvæmt óskum Gyð-
inga þar, aðallega í því skyni að styrkja samtök þau,
sem hafin hafa verið til þess að koma upp háskóla
í Jórsölum. Hornsteinar háskólahússins voru lagðir
árið 1918, og í ráði er að koma þar upp stofnun, er
sé fyrirmynd á sviði nútímaþekkingar. Ætlazt er til
þess, að byrjað sé með eðlis- og efnafræðadeild,
lækningadeild, listadeild, laga- og verzlunardeild og
hebreskudeild. Markmið frumkvöðla þessa fyrirtækis
er að styðja hagsmuni Gyðingalands og almennrar
menningar. Útbúnaður allur og kennslukraftar í hverri
deild verður svo vandað sem framast verður á kosið
nú á dögum; þetta er ljóst af því, að hér leggjast á
eitt aðrir eins menn og Einstein, Wassermann, Berg-
son, Rothschild lávarður og margt annarra heims-
frægra manna. Háskólinn verður þó að engu leyti
einangraður og ætlaður Gyðingum eingöngu; að visu
verður eftir því sem unnt er hebreska, talmál íbúa
landsins, kennslumálið, en að öðru leyti verður hlut-
taka ekki bundin við kynflokka né trúarbrögð. Menn
trúa þvi, að hér sé um að ræða mikilsverða menn-
ingarmiðstöð, band milli vestrænna og austrænna
þjóða, aukandi samvinnu og vináttu. Sá árangur varð
af Ameríkuför Einsteins, að trj7ggð er nú lækninga-
(52)