Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1923, Side 79
fræðadeildin, og þykir allmikið undir þvi komið að
eiga slika stofnun á þessum slóðum.
11. Frjó jurt. Fáar jurtir munu frjósamari en jarð-
epli (kartöflur). Setjum svo, að lil væri i veröldinni
að eins eitt jarðepli. Góður jarðeplaræktandi gæti á
10 árum framleitt 10 milljarða niðja að eins af því
einu og með þessum hætti af nýju birgt allan heim-
inn að góðu útsæði.
12. Sólbleltir og úrkoma. Mikils metinn frakknesk-
ur vísindamaður, Moreux að nafni, heldur því fram,
að umskipti sólblettanna hafi áhrif á þurrk og raka
loptsins. Hann heflr og sýnt fram á það, að eins kon-
ar samræmi er á milli rakans í loptinu og sólblett-
anna, að visu að minnsta kosti það er tekur til París-
arborgar. Enn fremur heldur hann því fram, að
loptið sé yfirleitt rakasamt um 17 ára tímabil, síðan
taki við annað 17 ára tímabil, sem sé yfirleitt þurrt.
Nú stendur yfir þurratíð, þvi að árin 1918, 1919,
1920 og 1921 hafa verið yfirleitt þurr. Eftir því eig-
um vér 13 ár enn eftir af þessu timabili. Að visu
bindur hann athuganir sinar að eins við Vestur-
Evrópu, en ólíklegt er, að sólblettirnir hafi ekki
svipuð áhrif hvarvetna um Evrópu sem þeir hafa á
veðráttufar Frakklands og Englands.
13. Regnhlífar. Fáa myndi gruna það, að í fyrra
(1921) voru að eins 160 ár liðin frá því, að regnhlíf-
ar voru fundnar. Sá hét Jonas Hanway, enskur raað-
ur, sem gerði þann fund. A því herrans ári 1761 mátti
sjá hann þrammandi um götur Lundúnaborgar með
þenna smiðisgrip. Fyrst í stað rigndi yfir hann háði
og spotti, en ekki leið á löngu, áður en margir fet-
uðu i fótspor hans.
14. Fjarstaddur geslur. Mjög einkennileg veizla var
uýlega haldin í einu hinna veglegustu samkomuhúsa
i Nýju Jórvík (New York) i Ameríku. Veizlan var
haldin í því skyni að ráða bót á hungursneyðinni í
Evrópu eftir styrjöldina. Stóðu fyrir henni Herbert
(53)