Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1923, Side 81
glettnura stökum; fer hér á eftir sýnishorn þeirra
(tekið eftir Lbs. 626, 8vo.).
Eitt sinn raætti síra Þorsteinn manni á förnum
vegi; sá þekkti ekki prest og spurði: »Hvaðan ertú?«
Prestur svaraði þá með vísu þessari:
Pú mátt hafa vit i vösum,
vel ef skilur orð mín sljó;
bær minn frísar freyddum nösum,
ferðmikill, en latur þó.
En er prestur sá, að hinn hvikaði við, kvað hann:
Svarið bresta mig ei má,
mér er verst að þegja,
eg á Hesti heima á,
hreint er bezt að segja.1)
Síra Porsteinn varð fyrir því óhappi árið 1801, að
brann hjá lionum hey og tók út bát, sem hann átti,
og brotnaði hann. í bréfi til Stefáns amtmanns Step-
hensens minntist síra Porsteinn á þetta í vísu þessari :
Steinn er hrelidur þó ei Pór-
þann við skaðann búna;
vindur, eldur, vötn og sjór
veitast að mér núna.
Jón Espólín var um tíma sýslumaður i Borgarfirði
og bjó þá í Pingnesi og var sóknarbarn síra Por-
steins. Sýslumaður mæltist til þess, að prestur vildi
kveðast á við sig, og byrjaði svo:
Gerum okkur gaman þá,
get eg þess enginn hamli;
viljið þér koma að kveðast á,
klerkur Porsteinn gamli?
Síra Porsteinn svaraði aftur:
Aldrei saup eg Suptungs-vín,
svo að yrði kenndur,
allt fór pað í Espólín:
á því svona stendur.
1) Sumir eigna þó þessar vísur báöar sira Jóhanni Tómassyni
á Hesti (d. 1865).
(55)