Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1923, Blaðsíða 82
Belgdi hann í sig Boðn og Són,
bragir hans það sýna;
una verð eg, elsku Jón,
örbirgð viður mina.
Síra Porsteinn átti gamlan reiðhest, sem hann sendi
hrossætu, er Halldór hét; þar með fylgdu þessar visur:
Læzt eg vanda legstaðinn
— lengi klárinn þénti mér.
Halldór gróf hann Mjóna minn
matlystugur niðri i sér.
Nægjast mun mér, nær eg veit,
nú fyrir hestinn dáðugan,
kominn vera í kristinn reit,
í kviðinn Halldórs gráðugan.
Pegar Olafur stiftamtmaður Stephensen kom að
Innrahólmi, voru 5 þurrabúðarmenn á Akranesi, góð-
ir formenn, og áttu sjálfir báta sína. Átti Ólafur lóð
þeirra, bauð þeim að selja báta þeirra eða setja upp,
en róa á sínum vegum. Petta þóktu þungir kcstir,
cn ekki þorðu menn að mæla í móti eða tjóaði ekki.
Ólafur var amtmaður, þegar þetta var, og mun héðr
an runnin kæra sú, sem birt er í Blöndu (Sögufél.)
I; bls. 307 — 10. í Lbs. 626, 8vo., segir enn fremur:
»Amtmaður skrifaði konungi og fekk að verðlaunum
medalíuna for œdel Daad; það er gullpeningur af
fyrsta flokki, upp á 100 rd., og útbýtist hún ekki nema
fyrir stærstu gerninga, og hefir víst aldrei komið á
ísland, nema þessi eina. Pókti mörgum sem þetta
væri gert meira sér í hag en af föðurlands-elsku,
eins og vísan sýnir, er síra Porsteinn kvað, en hún
fór_lágt.«
Ólaf hérna amtmann,
oft má glaðan sjá þann;
fals með dyggðum fljótt spann,
fegra enginn þó vann;
setur mönnum blátt bann
að búa knör á sels rann,
(56)