Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1923, Page 85
Tið þakksamlega, en náði ekki einum dropa. Þá kvað
bann visu þessa:
Hani var í hverri tunnu syðra;
hér er tappi í hverjum kút,
honum nær ei fjandinn út.
Bjarni Jónsson, sem kallaður var djöflabani, var
frægur galdramaður og vinur þeirra félaga síra Snorra
á Húsafelli og Sigurðar á Kollslæk, sem báðir voru
kunnustumenn allmiklir, en þó sem börn hjá Bjarna.
Svo bar til, sem altítt var, að bóndanum í Belgsdai
'i Dalasýslu var sendur draugur vestan af Vestfjörð-
um, og var Bjarni beðinn að koma honum fyrir, og
var það fljótgert. Síra Gunnar orkti um það visu
þessa og lýsir þar nákvæmlega viðburðum og ráðum
Bjarna (Lbs. 626, 8vo):
Bjarni bjó til húfu
Belgsdals yfir manni;
sú var samin af list;
hún á að horfa á grúfu,
beila föst á ranni,
eins þó kallið Krist.
Ofan fyrir einum manni taki,
og ekki þeim í skriptastólnum vaki,
svo að það ekki svarti-álfurinn saki,
er situr um þá húfan dettur af baki.
3. í*egar Eggerl vizelögmaður Ólafsson var á rann-
sóknarferðum sínum um landið, lá einu sinni leið
hans um Pingvallarhraun; bar þá svo til, að einn af
hestum hans hrökk ofan í gjá, sem þar var við veginn,
og náðist ekki fyrr en með mannsöfnuði, og þó dauð-
ur Meðan á þessu stóð, gekk Eggert fram og aftur
og talaði ekki orð, en þegar hesturinn var kominn
upp á bakkann, kvað hann vísu þessa (Lbs. 626, 8vo):
Hér eru gjár, og í þeim ár
auka fár þeim reisa;
undir stár þar dökkur dár,
djöfullinn grár og eisa.
(59)