Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1923, Page 86
4. Finnur prófessor Magnússon orkti margt og jafn-
vel á dðnsku og fleiri tungum. Danskt kvæðasafn gaf
hann út og lét prenta og kallaði aUbetydeligheder^
og pókti mörgum sannnefni og kvæðin heldur létt-
meti. Finnur var þó vel hagmæltur, eins og hann
átti kyn til (hann var bróðursonur Eggerts Ólafsson-
ar), og sumt í kveðskap hans heldur skemmtilegt,
meðan hann var ungur, t. d. rímur hans af Pétri
Pors, en yfirleitt er þó kveðskapurinn bragðdaufur.
Finnur var ungur, er hann byrjaði að yrkja; fyrsta
visa, sem menn heyrðu hann yrkja, er svo, og var
hann þá átta ára, að sögn systur hans, Ragnhildar á>
Meðaifelli (Lbs. 626, 8vo.):
Kuldinn bitur kalda fætur,
kvarta um það báðar sætur
og Finnur með,
— meyjarnar eru Magnúss dætur, —
móðir þeirra allt eins lætur, —
langar á beð.
Pegar Finnur var 11 eða 12 ára gamall, fekk hann
að riða á alþing með föður sínum, sem var lögmað-
ur. Pá bar svo til,. að setum var stolið úr tveim lög-
réttustólum, en þær voru úr máluðu skinni. Gerðu
menn sér mikið far um að leita þeirra, og fundust
þær loks í rúmi skólapilts eins, er reið með einum
helztu höfðingjanna; af þessu glöddust allir meðreið-
armenn og þjónar, því að allir höfðu þeir verið sak-
aðir um tökuna. Til þess að svala sér á hinum seka,
gerðu þeir nokkurar visur um hann, en þorðu ekki
sjálfir að skrifa honum þær, af ótta við það, að rit-
hendur þeirra þekktust, og mátti þá eiga von á illu
frá húsbónda skólapiltsins; fengu þeir þá Finn til
þess að skrifa visurnar, og orkti bann sjálfur eina
neðan undir, og var hún talin bezt þeirra. Vísa Finns
er svo (Lbs. 626, 8vo.):
En fyrst kistu enga hef
og ekki um poka vel eg,
(60)