Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1923, Page 87
mest í bóli mínu gref
mönnum frá, sem stel eg.
5. Pórður Sveinbjarnarson (eða Sveinbjörnsson),
sem siðast var justitiarius í landsyíirdóminum, var
gáfumaður mikill og manna lærðastur í sögu og lög-
vísi. Hann orkti stundum erfiljóð og grafskriftir, eins
og titt var um höfðingja syðra á dögum hans (um
miðja 19. öld), en ekki mun mönnum nú þykja mik-
ið til kveðskapar hans koma, enda þókti jafnvel ekki
þá. Þórður orkti t. d. erfiljóð eftir síra Porstein
Helgason i Reykholti, að beiðni ekkjunnar, og sendi
npp i BorgarQörð; þóktu mönnum Ijóðin litt skilj-
anleg og fremur stirð, og að þeim lesnum kvað Jón
Porleifsson á Snældubeinsstöðum þessa visu, og þókti
fara ekki langt frá sanni (Lbs. 626, 8vo.)
Pórður orkti þokuljóð
Porstein eftir séra;
meiningin var máske góð,
þótt mætti betri vera.
Fáa myndi því gruna það, að Pórður gæti haft
það til að vera glettinn í kveðskap, enda munu þess
ekki mörg dæmi. Pó skal hér eitt tint til. ísleifur
etazráð Einarsson var justitiarius í landsyfirdómin-
um, þegar Pórður var fyrsti assessor. ísleifur bjó á
Brekku á Álptanesi og varð þvi að fara til Reykja-
vikur, jafnan er réttur skyldi haldinn. Einu sinni fór
ísleifur til yfirréttarins, fekk bát hjá skólapiltum á
Bessastöðum og feðga tvo nafnkennda þar á nesinu
til að flytja sig; voru þeir landsetar hans, kallaðir
dugmiklir menn. Vindur stóð á útsunnan, ekki hvass,
en skýjarof mikil. En á sama vetfangi sem báturinn
lagði frá landi, skall á ofsaveður, svo að ekki var
stætt á landi; fyllti þá bátinn þegar, svo að sjómenn-
trnir gátu við ekkert ráðið, en fengu þó haldið ár-
unum; veltist svo báturinn yfir fjörðinn, fyllti stund-
um, en hellti úr sér þess á milli. Stefndi bátnum á
sker austan við Skildinganesvarir, fast við land; var
(61)