Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1923, Page 88
hann þá á hliðinni, fnllur af sjó. Par var þá nærrí
staddur á landi Grímur Grimsson, er síðar var á
Grimsstöðum, hið mesta karlmenni; hann stóð þar
snöggklæddur og var nýkominn úr beitufjöru. Grím-
ur stökk niður að bátnum, sem þá var hætt kominn,
en allir voru þó mennirnir i honum, og voru þeir fjórir,
því að fjórði maður var Gísli, sonur ísleifs. Báturinnvar
að hvolfast, er Grimur kom að honum, og skalt sjórinn
um herðar honum, en þó fekk hann með fádæma dug-
naði rétt við bátinn, dregið upp í vörina og bjargað svo
mönnunum ómeiddum og bátnum óbrotnum. Hafði Is-
leifur etazráð oft vikið að þessari för og lofað mann-
dóm Gríms. En Grími gaf hann í bjarglaun tíu skild-
inga, og mun hafa þókt ekki höfðinglegt. Petta dró til
þess, að Pórður orkti visu þessa (Lbs. 626, 8vo.):
Ekki er kostbært lífið hans Leifa,
lýðir mega á því þreifa;
uppdreginn úr eyjahring
fyrir sig og ungan arfa
útsynnings í stormi djarfa
tærði hann Grími tiskilding.
Pað er svo að sjá sem ekki hafi verið jafnan gott
samkomulag með ísleifi Einarssyni og embættisbræðr-
um hans i yfirréttinum, og haíi þeir slundum gert
sér nokkuð dælt við hnnn. Til marks um það má
færa þessa sögu (Lbs. 626, 8vo.). Yfirrétturinn hafði
til meðferðar dulsmál ísleifs Sigurðssonar, sem átt
hafði barn við stjúpdóttur sinni. Og er kom að at-
kvæðagreiðslu, dró ísleifur etazráð taum nafna síns,
en annar meðdómanda hans var honum andvígur1).
Priðji dómandinn í réttinum var Benedikt assessor
Gröndal; þagði hann, meðan hinir létu dæiuna ganga,
glotti og velti kollinum, en kvað síðan vísu þessa:
Illt veri jafnan Einari kút,
1) Eftir atkvæðabók ylirréttarins virðist þessi saga ekki rétt.
Dómendur eru allir sammála, og er sizt linkind að sjá i greinar-
#erð ísleifs. En verið getur, að sagan eigi við eítthvert annað mál.
(62)