Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1923, Síða 89
— aldrei það votum mygli —
sem til bölvunar ungaði út.
eilruðum Brekkusnigli.
Votum er latínskt orð og þýðir atkvæði, en Brekku-
snigill er ísleifur etazráð, því að hann bjó á Brekku.
Visa þessi er prentuð i athugasemdum aftan við kvæði
Bjarna Thorarensens (Kh. 1883), en ekki lýst þar eins
atvikum öllum, er að hnigu.
6. Síra Ásgrímur Vigfússon á Laugarbrekku, sem
kallaður hefir verið Hellnaprestur og nafnkunnur er
af málaferlum, var gálumaður mikill og vel hagmælt-
ur. Hann var tvívegis dæmdur frá kjóli og kalli hér
á landi, en náði þó prestskap aftur, í hið fyrra sinn
með konungsbréfi, en í hið síðara sinn var dómin-
um hrundið með hæstaréttaidómi. Pegar síra Ás-
grimur var dæmdur hið fyrra sinn, sátu dóminn
Ólafur stiftamtmaður Stefánsson, sonur hans, Magnús
lögmaður Stephensen, og 7 prestar. Pegar síra Ás-
grímur gekk út úr dóminum hempulaus, hraut hon
um þessi vísa af munni (Lbs. 626, 8vo.):
Áður hafði eg augun tvö,
um það blindur ræði,
haukur, assa, hrafnar sjö
hjuggu þau úr mér bæði.
Síra Ásgrímur var undarlegur maður í háttum og
honum trautt sjálfrátt um sumt, ófyrirleitinn i aðra
röndina og margbreytinn. Ganga af honum ýmsar sagn-
ir, vafafaust margar ýktar. Piedikanir þær, er hann
flutti fyrir sóknarfólki sinu, þóktu oftast svo lítt vand-
aðar, að fánýtar voru taldar og jafnvel stundum
hneykslanlegar. Eitt sinn er sagt t. d., að byrjað hafi
hann predikun sína á þessu alkunna orðtæki: »þaö
kostar kloss að ríða á rapti«. Hins vegar flutti hann
stundum messu sérstaklega fyrir utansveitarmönnura,
sem sjóróðra stunduðu í sóknum hans, og predikaði
þá af mikilli snilld og var þá svo hjartnæmur, aö
Þeir, er á hlýddu, gáfu honum rausnarlega fyrir, enda
(63)