Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1923, Page 90
kunni hann svo mjúklega fyrir þeim að tala, að þeir
spöruðn ekki við hann það, sem hann vildi af þeim
þiggja. Oftast var kveðskapur hans níð, einkum um
yfirvöld landsins og fleiri; þar á meðal orkti hann
sálm um sóknarfólk sitt, og er þetta upphaf að:
Heyri þið, hvernig Hellnamenn
halda boðorðin tiu,
er þeim hefir kennt andskotenn
eftir lögmáli nýju.
Hins vegar kom sira Ásgrímur sér vel við menn, er
hann vildi það við hafa, og kunni vel að vera með
tignum mönnum; kom það vel fram í utanförum
hans í málaferlum hans; kjmntist hann þá ýmsum
stórmennum í Danmörku og var þá vel metinn og
talinn mætur maður; til sannindamerkis um þetta
er minjavísnakver (»póesíbók«) síra Ásgríms, sem enn
er til og varðveitt í handritasafni Landsbókasafns-
ins. Hafa i hana ritað ýmsir stórmerkir menn, t. d.
sira Grundtvig gamli. Ásgrími er og þokkalega lýst
hið ytra. Hann var meðaimaður á vöxt, laglega vax-
inn, ekki mjög fríður, en sómdi sér vel (Lbs. 312, fol.).
Dauða síra Ásgríms bar að með undarlegum hætti.
Pað var nótt eina siðla árs 1829, að síra Ásgrím
dreymdi það, að maður mikill og ógurlegur kæmi
gangandi snúðugt að honum; hafði sá í hendi spjót mik-
ið og biturlegt. Prestur þóktist spyrja hann, hvort
hann ætlaði að granda honum; en hinn svaraði: »Ekki
í nótt«. Að morgni, þegar prestur vaknaði, sagði
hann frá þessum draumi sínum og kvaö þetta vera
fyrirboða þess, að hann dæi næstu nótt. Bauð hann
~þá, að smíða skyldi um lik sitt tvær kistur, færa sig
í góð klæði og hrein og setja parruk á höfuð sér,
en það bar hann jafnan, því að hann var sköllóttur
mjög á síðari árum sínum. Pað bauð hann og, að
færa skyldi lík sitt í kjól og hempu, þvi að fyrst
henni heíði ekki verið náð af sér lífs, skyldi
hún fylgja sér dauðum. Messuskrúða bauð hann
(64)
1