Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1923, Page 90

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1923, Page 90
kunni hann svo mjúklega fyrir þeim að tala, að þeir spöruðn ekki við hann það, sem hann vildi af þeim þiggja. Oftast var kveðskapur hans níð, einkum um yfirvöld landsins og fleiri; þar á meðal orkti hann sálm um sóknarfólk sitt, og er þetta upphaf að: Heyri þið, hvernig Hellnamenn halda boðorðin tiu, er þeim hefir kennt andskotenn eftir lögmáli nýju. Hins vegar kom sira Ásgrímur sér vel við menn, er hann vildi það við hafa, og kunni vel að vera með tignum mönnum; kom það vel fram í utanförum hans í málaferlum hans; kjmntist hann þá ýmsum stórmennum í Danmörku og var þá vel metinn og talinn mætur maður; til sannindamerkis um þetta er minjavísnakver (»póesíbók«) síra Ásgríms, sem enn er til og varðveitt í handritasafni Landsbókasafns- ins. Hafa i hana ritað ýmsir stórmerkir menn, t. d. sira Grundtvig gamli. Ásgrími er og þokkalega lýst hið ytra. Hann var meðaimaður á vöxt, laglega vax- inn, ekki mjög fríður, en sómdi sér vel (Lbs. 312, fol.). Dauða síra Ásgríms bar að með undarlegum hætti. Pað var nótt eina siðla árs 1829, að síra Ásgrím dreymdi það, að maður mikill og ógurlegur kæmi gangandi snúðugt að honum; hafði sá í hendi spjót mik- ið og biturlegt. Prestur þóktist spyrja hann, hvort hann ætlaði að granda honum; en hinn svaraði: »Ekki í nótt«. Að morgni, þegar prestur vaknaði, sagði hann frá þessum draumi sínum og kvaö þetta vera fyrirboða þess, að hann dæi næstu nótt. Bauð hann ~þá, að smíða skyldi um lik sitt tvær kistur, færa sig í góð klæði og hrein og setja parruk á höfuð sér, en það bar hann jafnan, því að hann var sköllóttur mjög á síðari árum sínum. Pað bauð hann og, að færa skyldi lík sitt í kjól og hempu, þvi að fyrst henni heíði ekki verið náð af sér lífs, skyldi hún fylgja sér dauðum. Messuskrúða bauð hann (64) 1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.