Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1923, Page 93
greDjuðu þá garpi hjá;
getur ei vaknað Jói.
14. Bjarndýrum á breiðri fold
blöskra tók órói;
orga þau, svo ýi'ðist mold;
ekki vaknar Jói.
15. Belja naut, svo bifast fjöll,
brögnum þó við ógi;
hjá honum þau orga öll;
ekki vaknar Jói.
16. Ólmuöust skepnur alls konar,
orgaði lýsuílói
og allar skepnur inni þar;
ekki vaknar Jói.
17. Hirðin Niflheims hljóðar nú,
lienni þó við ógi,
ólukkinn og öll hans hjú;
ekki vaknar Jói.
18. Alls konar nú orga tröll
illskugeðs úr mói;
Satan gerði að svoddan sköll;
samt ei vaknar Jói.
19. HimÍDn rifnar, gerö sást glóð
greitt á foldaFhrói,
básúnunnar heyrðist hljóð;
hér við vaknar Jói.
20. Eg hefi verið ærna stund
úti á Boðnar-flóa.
Eignist braginn ágæt sprund
af uppvöknuðum Jóa.
8. tíxarhamarsbragur feinnig nefndur Öxar-(Axar)liem-
arsmáldagi eða Öxar-(Axar)hamarskvæði og enn Búlandsríma).
Kvæði þetta er mjög misjafnlega langt í handritum; lengst er
Það i Lbs. 570, 8vo., og er hér tekið upp aðallega þaðan með
samanburði við nokkur önnur handrit og aukið inn eftir þeim.
hessi misjafna erindatala bendir helzt til þess, að menn hafi leyft
sér að yrkja inn kvæðið eflir vild, hvar sem það varð kunnugt,
enda var það vel til þess fallið. í fimm handritum (ÍB. 179, 8vo„
(67) 5*