Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1923, Side 94
ÍBR. 25 B, 8vo., JS. 474, 8vo„ JS. 484, 8vo„ og JS. 500, 8vo.) er
kvæðið eignað síra Hallgrimi Péturssyni, og er það þá svo
að skilja, að hann muni hafa orkt stofn þess; en erfitt mun nú
að greiða úr þvi, hvað er eftir hann og hverju aðrir hafa siðar
við aukið. Á einum stað hefi eg séð síra Jóni Eyjólfssyni á Gils-
bakka (d. 1718) eignað kvæðið, og er ekki óliklegt, að hann kunni
að eiga eitthvað í þvi. Sama er og i broti þvi, sem prentað er í
Fróðlegt kvæðasafn, Ak. 1856. í öðrum handritum er höfundar
ekki getið, svo að kunnugt sé. Gamankvæði þetta hefir orðið mjög
vinsælt með alþýðu manna hér á landi fyrrum; hefir það borizt
sveit úr sveit og aukizt við það i meðförunum.
1. Vinur minn góður, viltu skemtan piggja
[af fréttum þeim,1) sem fyrir mig bar,
færi eg þér til skoðunar.
2. Heyrðu, hvernig hagaði til í landi,
þá Henrik Bjálki1) höfuðsmann
hólmi Garðars1) stýra vann.
3. Gott árferði gaf þá orsök mörgum
búskapar að stofna stand,
stundum fyrir hjónaband.
4. Bar svo til á bliðum sumardegi,
til kaupöls nokkurs klerkur reið;
kannast menn við höklameið.
5. Var með honum vaskur maður á reisu.
Undir Trölla áðu háls.
Innir klerkur svo til máls:
6. Öxarhamar, er hér lítur standa,
í bragði þér eg byggja vil,
sem befalning mín stendur til.
7. Alfallinn var ungur sveinn að búa;
greindum kostum gengur að;
gaman mun að heyra það.
• 8. Nú er hann búinn nefnda jörð að taka
og segist fyrir samför prests
syngja vilja hlutarvers.
9. Máldaganum mun hann eftir spyrja.
1) Sum hdr. »fabulam«. 2) p. e. Bielke; i sumum hdr. stendur
Kruse. 3) í öllum hdr. stendur shólmi Garðae.
(68)