Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1923, Page 102
ítök skulu áöur sögð,
andvirði og föng til lögð.
92. Ekkert má hann undan fella láta;
íinnist nokkur forsómun,
fulikomlega sekur mun.
93. Stigsson Páll, sá stóri höfuðsmaður,
skikkun marga skýra gaf;
skilst mér ein hér lúti að.
94. Skálholtsstiftis skal af kirkjujöröum
tillög nokkur taka þá,
tilgreind beneíiziá.
95. Öxarhamri árlega til leggi,
sérhvað eftir sögðum stýl
sé goldið með ekkert víl.
96. Frá Helgafelli’) haB hann mauk til grautar.
en þvælistunnu á Staðastað;
styrkur Hamarsbónda er það.
97. Miklaholtsprestur mun í hvert sinn verða,
sortutunnu senda skal,
og selskropp einn úr Hítardal.
98. Frá Staðarhrauni sterkan öskubera,
rekur sjö frá Reykholti
reip Gilsbakki láti í té.
99. Stafholt greiði sterkan kopp til þarfa,
Húsafell má hafa í akt,
heykrók fái og sax til lagt.
100. Kæsismaga Kvennabrekka sendi,
frá Hjarðarholti þyril þýtt;
þar má brúka handverk nýtt.
101. Frá Staðarfelli sterka meisa fjóra,
býti honum brytöxi
búandi í Ásgarði.1 2)
102. Sömuleiðis sá, sem býr í Hvammi,
gildan Ijárhund greiða skal,
og gæruskinn úr Haukadal.*)
1) Sumst. Mælifell. 2) Sbr. 45. erindi. 3) Sumst.: Hitardal.
(76)