Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1923, Page 106
ungan hest og eina kú,
í öllu gild skal vera sú.
140. Gamalt naut og grasatunnur átta,
fjórtán er hann færi á þing
og fiski hlaöinn teinæring.
141. Kolalest og kálfa tiu alda,
varningsklyf til verzlunar
og voðir átta mórendar.
142. í reiðupeningum riktuglega hann gjaldi.
upp á vættir þrennar þrjár,
par með segist skuldin klár.
143. Hér með leigur hundrað smjörfjórðangar,
til þó bæti tyrfingsbör
tveim vættum af geldingsmör.
144. í Ijóstollinn hann lúki vaxfjórðungi,
sem lagt er upp á laufanjót,
og lýsistunnu í þokkabót.
145. Byggði klerkur bónda ungurn kotíð
að skilmálum ákveðnum
og mótteknum máldögum.
146. Er nú þannig Öxarhamar byggður
að öllum kostum upptöldum,
engum löstum tilgreindum.
147. Kosti jarðar kann eg ei fleiri þylja;
aðrir taki við af mér.
Endast þannig kvæðið hér.
148. Ljóðanauðið leiðist smiðnum kvæða;
andvana skal árahund
aftur Iypta á rindarsprund.
149. Læt eg þar með loksins niður detta
óðsþuluna, en eg bið,
að áheyrendur lifi i frið.
9. Talshátturinn Að suara öxarskafti, gera öxarskafl (aiarskaít)
o. s- frv., er nokkuö gamall; hér fara á eftir vísur nokkurar, sem
sýna upptök hans (Lbs: 189, 8vo.); nokkuð öðru visi i Iðunni 1889.
1. Byrja vil eg bragarskrá
bóndatetri einu frá;
(80)