Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1923, Side 107
álfalegur i öllum sið,
enginn gat hann talað við;
að orðum hans og andsvörum varð engum lið.
2. Öxarskaft hann eitt sinn hjó,
ei var maðurinn hagur pó,
sundur vildi saga þar
sem á trénu kvistur var;
í því biii eðalmann þar einn að bar,
3. Maðurinn sagði svo til hans:
»Sæll vertú!« En hinn gaf anz:
»Ójá, það er öxarskaft,
enginn mun það geta haft«.
Rekkurinn bað, það rækist í hans rækarlskjaft.
4. »Upp fyrir kvistinn«, anzar hinn,
»alla götuna, ljúfurinn minn«,
Hattinum þrýsti höfuðið á
herramaður og brosti þá,
ólukkann bað eyru karls að eiga þá.
5. Bóndanum heyrðist baugagrér
biðja drottin fyrir sér.
»Hafið þér æru«, hann svo kvað,
»heiðarlega vel óskað;
auðnan gefi yður og mér að öðlast það«.
10. Síra Matlías skáld Jochumsson bauð síra Eggert óiafs-
syni Brim til sín í kvelddrykkju siðasta vetrardag (25.apríli 1867.
Var þá síra Mattias ekki prestur orðinn, en útlærður i guðfræði
og sira Egeert i prestaskólanum. Boðið var gert bréflega og hljóð-
ar svo (Lbs. 565, 8vo.):
Sumarröðull signir fjallatinda,
sit því hjá mér stund til málamynda
og kneilðu úr einni kollu,
minn kæri vinur Brím,
svo glöðu geði og hollu
við gamalt þýðum hrím.
Kæri minn,
klukkan átta, mundu!
Mælir þinn,
meður hýrri lundu,
Mattaskinn.
(81)
6