Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1923, Page 112
ættu allir að forðast það, meðan á máltíð stendur,
að deila eða prátta eða tala um það, sem leiðinlegt
er, heimilishagi eða kaupsýslu, en par á móti láta
sér um pað hugað að tala um ánægjuleg efni, líkama
og sál til styrkingar.
3. Ryðblettir. Blettir, sem stafa af ryði, eru lang-
verstir viðureignar. Og pað versta við pá er, að oft-
ast koma þeir alveg óvænt á vönduðustu spjarirnar.
Sítrónusaíi hefir rejmzt ágætur til þess að ná burtu
ryðblettum, og sá safi hefir einnig pann kost að
skemma ekki efnið. Dreypa skal dálitlu af sítrónu-
safa á ryðblettina, leggja síðan ofan á nokkuð raka
rýju og strjúka síðan yfir hratt með heitu járni.
Pegar ryðblettirnir eru nýir, er oftast nóg að dreypa-
safanum tvisvar á og strjúka síðan yfir; en ef blett-
irnir eru eldri, verður að ítreka petta nokkuru oftar,
jafnvel sex eða átta sinnum, en pá heppnast pað líka
yfirleitt að ná af ryðblettum, hvað gamlir sem eru.
4. Laukur til lœkninga. Pað mun ekki vera á margra
vitorði, að lauksafi saman við gott og hreint edik er
ágætt ráð við blóðnösum. Við stungur, einkum bý-
flugnastungur, dregur það mikið úr sviðanum að
núa sárið með lauksneið. Við hárroti er gott ráð að
núa inn lauksafa, er blandað sé saman við jafnmikið
af frakknesku brennivíni og se yðiaf burrirót (bursta-
rót, d. Burrerod, n. Borre). Ef lauksneið er látin liggja
svo sem 4 klst. í ediki og síðan lögð á vörtur eða
líkþorn, linast hornhúðin smám saman, svo að auð-
velt er að ná pessu burt. Bezt er að festa sneiðirnar
með léreptsræmum og skipta um sneið eftir tíma-
korn. Hár vex oft að nýju, ef skallar eða skallablett-
ir eru núnir með Iauksneið. Við sár og bólgu er
og ágætt ráð að leggja lauksneið og láta liggja við
næturlangt.
5. Augun. Menn verða löngum fjarsýnir með aldr-
inum, en ungir raenn eru oft nærsýnir, annaðhvort
að erfðum eða við of mikla áreynslu á augun á ung-
(84)