Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1923, Síða 122
hellt svo miklu af sjóðanda vatni, að nákvæmlega
hylur laufin, þegar þau hafa tútnað út, eins og mest
geta. Að fimm mínútum liðnum er seyðinu af þessu
laufi helJt á litla kðnnu, sem áður hefir verið skoluð
með heitu vatni. Síðan er aftur hellt sjóðanda vatni
á laufin, en nú að eins látið standa þrjár mínútur.
Þessu nýja seyði er nú hellt saman við hið fyrra
og getur nú hver sem vill með sjóðanda vatni bland-
að sér te eins sterkt og hann lystir. Ef eitthvað er
eftir af seyðinu, má vel brúka það aftur næsta dag.
13. Ráð við preylu. Þegar talað er um þreytu al-
mennt, skilja margir við það kennd eða tilfinning
manns fyrir ástandi, sem er. En það er ekki eiginleg
þreyta. Eg get verið þreyttur á morgnana, jafnvel
eftir langan svefn og þó að bæði líkami og sál hafi
hvílzt fulikomlega. Þar á móti getur það komið fyrir,
þó að eg hafi reynt mjög mikið á mig, þá finnist
mér eg vera hress og fjörugur og alls óþreyttur,
jafnvel geti ekki sofnað. í fyrra tilvikinu er áreynsla,
hver sem er, holl, en í hinu síðara þarf skilyrðislausa
ró, ef likami og sál eiga að verjast skaða. Pess vegna
miða ráð og meðul, sem mönnum eru ráðlögð viö
þreytu, í raun og veru til þess að aftra þreytutilfinn-
ingunni. Margir iþróttamenn hæla ákveðnum ráðum
og meðulum, en aðrir hafna þeim. Ráð og meðul,
sem Iengi hafa reynzt vel, missa stundum mátt sinn
við eitthvert óhapp í íþróttum eða fimleikum; jafn-
skjótt sem menn missa trúna á það, hverfa einnig
áhrif meðalsins. Venjulegast er því um að ræða með-
ul, sem hafa áhrif á sjálfa tilfinninguna. En þetta má
þó engan veginn rýra gildi þeirra. Söngur og hljóð-
færasláttur hefir undraverð áhrif á þreytta hermenn,
og mikilsmetinn og dugandi foringi getur fengið þá
til þess að afkasta tvöfalt meira en ella. — Einn
maður getur afkastað meiri vinnu, annar minni. En
ákveðin takmörk liggja við öllum, og ef farið er
fram úr þeim, þá tekur þreytan, magnleysið, við. Sá,
(88)