Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1923, Page 125
sem þá þvingar sig til meiri vinnu, skaðar sjálfan
sig og skemmir framleiðsluhæfileika sína, ef þetta er
oft itrekað. Öll vinna tekur á kraftana. Preyta er
þess vegna nákvæmt viðvörunarmerki náttúrunnar,
hvöt til þess að hlífa kröftunum, að unna líkama og
anda friðar og hressingar. Pað er skaðlegt að fyrir-
líta þetta viðvörunarmerki og slita uþþ siðustu kröft-
um sinum í skeytingarleysi. Við það ráðast menn á
höfuðstól vinnukraftanna með þeim árangri, að leig-
urnar, sem þeir láta í té, verða stöðugt minni. Pess
vegna mega menn ekki brúka meðul við þreytu,
nema í hæstu nauðsyn og þá þó mjög gætilega. Hér
til heyrir meðal annars sterkt kaffi, te, tóbak og
áfengi, sem auðveldlega leiðir til ofnýtingar á vinnu-
kraftinum. Þvert á móti á allt af að koma ró, svefn
og fæða á eftir þreytu af vinnu. Pað er einnig rangt,
að á eftir andlegri þreytu (andlegri vinnu) eigi að
koma líkamleg vinna (handiðnaður, íþróttir), eins og
sumir ráðleggja. Ávalt skal ró og hressing koma eftir
þreytu af vinnu, hverri sem er. — Allt öðru máli er
að gegna um þreytutilfinning, sem fram kemur til-
efnislaust. Við hana eiga menn að berjast og geta
barizt. Ef mönnum finnst á morgnana eftir nægileg-
legan svefn, að þeir séu þreyttir og daufir, er oftast
nægilegt ráð, til þess að reka þreytuna á flótta, að
þvo sér úr köldu vatni. Pegar menn á heitum sum-
ardögum finna til þreytu og geta ekki unnið, þá er
hressandi að fá sér stutt loptbað eða þvo sér öllum
úr köldu vatni. Ef menn sitja i loptþungum samkomu-
sal og veitir erfiðlega að lialda augunura opnum, er
ekkert betra ráð til en að anda að sér hreinu lopti
við opinn glugga eða fyrir dyrum úti. Slík eðlileg ráð
til þess að aftra þreytu eru ekki að eins óskaðleg, held-
ur hafa þau mjög gagnleg áhrif á likama og sál.
14. Að halda ávöxtum óskemmdum. Pað hefir lengi
þókt erfitt að varðveita ávexti og aldin frá skemmd-
um. Bezta ráðið er talið að geyma ávexti í sandi, og
(89) 7*