Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1923, Blaðsíða 130
hafl átt erfitt um gang áður; segjast þeir ganga lang-
ar leiðir án þess að kenna sér nokkurs meins.
24. Lálið börn sofa lengi. Öll börn eiga að sofa
mikið; mikill svefn er eins nauðsynlegur heilsu þeirra
og góð næring. En einkum þurfa börn, sem eru
heilsutæp eða Iasburða eftir sjúkdóm, mikinn svefn,
og mæðurnar eiga að sjá um það, að þau fái minnst
10—11 klst. góðan svefn á sólarhring. Við svefninn
endurnýjast kraftarnir og matarlystin iifnar af nýju.
25. Heill valn til lækninga. Höfuðverki slotar oft,
ef menn leggja heitt vatnsumslag á hnakkann og
samtimis annað á fæturna. — Við magaverkjum er
þjóðráð að dýfa klæði í heitt vatn, vinda það upp
skjótt og leggja það síðan á magann. Batinn kemur
undir eins. — Við lungnabóigu, hálsbóigu og gikt er
ekkert betra ráð né skjótvirkara en vatnsbakstrar,
eins heitir og hægt er að þola. — Við tannpínu og
taugaverkjum er eitt hið bezta ráð aö dýfa klæði,
sem er margvafið saman, í heitt vatn, vinda það upp
skjótt og leggja það á staðinn, sem verkur er í.
26. Að kœla drykkjarföng íslaust. Pað er til einfalt
ráð að kæla drykkjarföng á heitustu tímum ársins,
þegar ekki er við höndina ís. Tekið skal lausofið
handklæði, helzt vel þykkt baðhandklæði, því dýft
ofan í kalt vatn og það látið sjúga vel vatn i sig.
Síðan er það undið lauslega. Síðan skal handklæð-
inu vafið um flösku þá, sem kæla skal, og setja hana
síðan í skál, fulla af köldu vatni, á þann stað, sem
súgur er. Við uppgufun vatnsins kemur fram kuldi,
og við það kælist drj7kkurinn. Petta ráð er mjög hag-
kvæmt, því að is er oft erfitt að fá og jafnvel oft í
háu verði.
27. Aldinmeti. Aldinmeti (»sultutau«), sem geyma
skal í flöskum, heldur sér ágætlega, ef menn raða
flöskunum svo upp, að tapparnir snúi niður, og snúa
þeim ekki við fyrr en að nokkurum tíma liðnum. Kork-
ið verður með þeim hætti gegndrepa af sírópssafan-
(92)