Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1923, Page 131
um, en þaö gufar bráðlega upp við áhrif loptsins á
tappann; sykurinn, sem eftir situr með þessum hætti,
lokar opum og göngum í korkinu loptþétt og veldur
því þannig, að aldinmetið geymist vel.
28. Bruni. Ef menn brenna sig lítils háttar, er gott
ráð að strjúka yfir brunann með dálitlu glyzeríni og
ítreka þetta nokkurum sinnum á dag. fetta aftrar
því, að biöðrur komi fram, og húðin grær skjótt. Pað
er einnig gott ráð að bera kollódíum á, til þess að
hindra blöðrur eftir minna háttar bruna.
29. Hvernig nota má eggskurn? Hingað til hafa
menn lítið notað eggskurnir á heimilum; menn hafa
brúkað þær til þess að skola með vatnskönnur og
þess háttar, en annars hefir þeim verið fleygt. Nú
hafa menn fundið nýja notkun þessa hreinlega og
ódýra efnis, því að, eins og brátt mun lýst, við þvott
hefir það ágæt áhrif á hvít klæði. Eggskurnirnar eiga
að vera þurrar og tómar; hita skal þær á ofnplötu,
síðan mylja þær og geyma í hvítum pappírskramara-
húsum. Ef þvo á hvitt klæði, einkum úr léttu efni,
eins og blúsur, kraga, blúndur, vasaklúta o. s. frv.,
skal láta matskeið af mulinni eggskurn í vatnið, í
hvert skipti sem skipt er um vatn, og er þá bezt að
láta skurnina í poka úr molli, er sé að stærð á við
hönd, og flýtur þá mylsnan þar í. Bæði í skolvatniö
og eins í vatnið, sem þvotturinn er soðinn i, skal
láta skurn, eins mikið og áður var sagt. Allar hús-
mæður munu verða undrandi af því að sjá, hversu
hvítur og bragðlegur þvotturinn verður eftir þessa
meðferð. Hið smágerða kalk í eggskurnunum hefir
sömu áhrif sem klór á þvottinn, án þess að vekja
þá óþægilegu lykt, sem er af klór, og án þess að
klæðin (þvotturinn) skemmist af, eins og hann gerir
af völdum klórs. Hér er að eins að ræða um hæfi-
leik skurnanna til bleikingar. Petta meðal kostar ekki
neitt, en athuga verður það vandlega, að eggskurn-
irnar séu vel hreinsaðar áður en þær eru muldar,
(93)