Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1923, Side 137
Ný aðferð við bókakanp.
Bókaverzlun Ársæls Arnasonar í Reykjavík hefir
byrjað með nýja aðferð við bókasölu, og er þegar
fengin reynsla fyrir pví, að hún muni gefast ágæt-
lega vel. Hún gerir fátækum mönnum kleift að eign-
ast bækur, jafnvel heil bókasöfn, með mjög auðveld-
um hætti. Aðferðin er sú, að bóksalinn og kaupandinn
gera með sér samning, sem er tilbúinn (prentaður)
á sérstöku blaði, aftan á blaðið er ritað nöfn og
verð bókanna, kaupandi tiltekur, hvað hann vill
greiða mánaðarlega, eða ársfjórðungslega, eftir pví
sem bezt hentar honum. Bækurnar fær hann strax
í sínar hendur. Á samninginn er skrifuð aðalupp-
hæðin, afborganirnar og gjalddagi þeirra. Réttur
seijanda er trygður með þvi, að á samningnum er
tekið fram, að kaupandinn eigi ekki bækurnar fyr
en hann er búinn að borga þær.
Pessi nýja söluaðferð hefir stórkostleg þægindi i
för með sér fyrir báða aði.'ja. Tökum til dæmis ís-
lendingasögurnar. Pær kosta nú ób. um 117 kr. með
þáttum, eddum og Sturlungu, í skinnb. 235 kr. Það
má að vísu kallast tiltölulega auðvelt að kaupa þær
eina eða lleiri í einu eftir ástæðum; en svo skemm-
ast þær eða týnast áöur en búið er að ná þeim ötl-
um; og svo er að fá hæfilegt band á þær, sem kost-
ar rúmlega annaö eins, og eru ekki allir sem geta
borgað það i einu. Eftir þessari nýju aðferð fær
kaupandinn allar bækurnar í vönduðu skinnbandi
strax og borgar fyrir þær að eins 10 kr. á mánuði.
Bókaverzlun Ársæls selur með þessu móti jafnt
einstakar bækur sem heil ritsöfn, jafnt útlendar sem
innlendar bækur og jafnt hvort kaupandinn er í
Reykjavík eða úti á landshorni.
(XV)