Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1923, Qupperneq 139
Skrítlnr.
Kaupmannahöfn (eftir Albert Engström, 19101)- Á
vegferð minni í lifinu að pvi endimarki, sem allir
stefna að, hefi eg loks komizt til Kaupmannahafnar.
Þó er pað ekki í fyrsta sinn sem eg er hér. Mörgum
sinnum hefi eg komið við í bænum og drukkið Gamla
Carlsberg. Mér hefir allt af pókt mikið til Gamla-
Carlsbergs koma, ekki eingöngu vegna pess, hve ágætt
öl pað er, heldur ef tif vill mest vegna pess, að hér
er um að ræða aflvakann að mestum hluta af and-
legum framförum Kaupmannahafnar. Ölgerðarmaður-
inn og doktorinn í heimspeki J. P. Jakobsen hefir gert
Kaupmannahöfn að listamiðstöð Danmerkur..........2).
En samt sem áður! Hér er hængur á! Eg skil ekki
tungumál Dananna. Eg get lesið dönsku, en mælt
mál peirra skil eg ekki, og hefi eg pó gert mér allt far
um pað, reynt af öllum mætti að skiija pað, sem dansk-
ir menn og danskar konur hafa viljað fræða migum
með alúð og ástúð. Nú vill minn gamli vinur, Hjalli
Söderberg, í sinni síðustu bók einkenna petta mál
með pvi að láta Dani bera orðið Amager fram eins
og E-me, og petta er laukrétt hjá honum. Og er pá
ofur skiljanlegt að öllum Norðurlandabúum, sem ekki
eru afburðamenn á sviði tungumála, hlýtur að vera
slíkt mál með öllum óskiljanlegt. Og mér fyrir mitt
leyti heyrast öll dönsk orð vera framborin eins og
e-me, stundum pó ef til vill einungis eins og e. Og
pegar eg heyri stóran mann og prekvaxinn tala petta
1) Engström er fyndnastur rithöfundur á Norðurlöndum. Hon-
nm er og margt annað til lista lagt, t. d. teiknari snjall og merk-
ur ritliöfundur að öðru leyti. Hann er ritstjóri sænska skemmti-
blaðsins Strix. Hann hefir skrifað skemmtilegasta ferðasögu, sem
rituð hefir verið fráíslandi; hún heitir »Át Háckleljáll«. 2) Hér er
sleppt úr kafla; fyrst um Jakobsen, sem Engström ruglar saman
við skáldið J. P. Jakobsen, siðan lofsyrðum hans um nokkura
danska ritliöfunda*og listamenn.
(97)
8