Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1923, Page 143
Atvinnulaus maður, Lúlli tréskalli, er á gangi við
stórt steinhús, sem er í smiðum, og missir þá múrari
frá flmmtu hæð tígulstein ofan í höfuð honum.
Lúlli: »Heyrðu, skrattakollur, ef þú heldur svona
áfram, verðurðu aldrei klár«. (Engström).
Læknirinn: »Sofið þér vel á nóttunni?«
Sjúklingurinn: »Já, ágætlega«.
Læknirinn: »Hvað stundið þér?«
Sjúklingurinn: »Eg er næturvörður«. (Strix).
Eiginmaðurinn: »Veiztu, að þú heflr betri rödd en
nokkur kona i heimi«.
Konan (dálitið undrandi, en þó fegin): »Held-
urðu það?«
Eiginmaðurinn: »Já, því að annars væri hún biluð
fyrir löngu«. (Strix).
Sofía Pétursdóttir kemur inn i bankann til þess að
leggja 610 krónur inn í sþarisjóðinn.
Bankamaðurinn: »Á eg að skrifa frú eða jungfrú?«
Sofía (vandræðaleg): »Það er hvorki frú eða jung-
frú, því að eg hefi ekki verið gift, en eg á samt dreng,
sem eg er að spara fyrir«. (Strix).
— »Er það satt, að þú elskir hann?«
— »Já«.
— »Takmarkalaust?«
— »Já«.
— »Vitleysislega?«
— »Já, því að það er ekki hægt að elska hann,
nema vitleysislega«. (Strix).
Hermann bakari hafði bjargað dreng frá drukknun
og fyrir það fengið laun úr Carnegiesjóði og lof í
öllum blöðum. Sumargeslur spyr samsveitung Her-
manns um nánari atvik að þessum atburði.
(99)