Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1923, Page 149
Ung prestskona i sveit hefir veitt því athygli, að
sóknarfólkiö bítur i sykurmolana og lætur afganginn
aftur i sykurkeriö. Til þess aö giröa fyrir þetta klipp-
ir hún sykurinn í næsta sinn í ógrynni örsmárra
mola. Einn bændanna, Láfi gamli, tekur sykurkeriö
og leitar með fingrunum vandlega að vænum mola,
en finnur ekki, og segir þá upp úr eins manns hljóði:
»Skrambi eru molarnir nærbitnir, þaö er varla
hægt aö bíta af þeim«. (Strix).
Konan: »í dag, elskan mín, skaltu fá mat, sem þú
hefir aldrei etið áöur«.
Maðurínn: »Það væri nú annaðhvort, að þú kæmir
ekki með það, sem eg hefi etið áður«. (Strix).
Á götuhorni einu hafði um langa tíð staðið bein-
ingamaður og á honum hangið auglýsingarplata um
það, að hann væri blindur. Góðgerðasöm kona kem-
ur að honum einn dag og er þá auglýsingin breytt
orðin og stendur »mállaus« á betlikassa á brjósti
hans. Hún spyr nokkuð undrandi:
— »Hvað er þetta? Er yður batnað sjónleysið?«
— »0-nei. En eg fekk of mikið af buxnaknöpp-
um«. (Strix).
Maður, sem verið hefir í Ameriku: »Menn eru að
tala um, að Amerikumenn séu gortarar, en þegar eg
var þar og vann hjá Ford, þeim sem býr til bifreið-
irnar, þú kannast við, þá höfðum við tíu menn, sem
ekki gerðu annað á daginn en að sækja vatn í fötum
bara til þess að væta með frímerkin.
Ógift stúlka býr með verksmiðjuvinnumanni og á
með honum fimm börn. Hún fær heimsókn af sókn-
arpresti sínum, sem áminnir hana í nafni almenns
siðgæðis að giftast manninum. Stúlkan gaf sig ekk-
ert að þessari áminningu. Presturinn heimsókti hana
(101)