Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1954, Side 4
Á ÞESSU ÁRI TELJAST LIÐIN VERA
frá fæBingu Krists 1954 ár;
frá upphafi júlíönsku aldar........................................... 6667 ár j
frá upphafi íslandsbyggðar............................................ 1080 —
frá upphafi alþingis.................................................. 1024 »
frá kristnitöku á íslandi............................................. 954 —
frá upphafi konungsríkis á íslandi.................................... 692 —
frá því, er ísland fékk stjórnarskrá.................................... 80 -
frá því, er ísland fékk innlenda ráðherrastjórn......................... 50 —
frá því, er ísland varð fullvalda ríki.................................. 36 —
frá því, er ísland varð lýðveldi ....................................... 10 —
Árið 1954 er sunnudagsbókstafur C, gyllinital 17
og paktar 26 (25).
Lengstur sólargangur f Reykjavík er 21 st. 09 m.,
en skemmstur 4 st. 07 m.
MYRKVAR.
Árið 1954 verða 3 myrkvar á sólu og 2 á tungli:
1. firingmyrkvi á sólu 4.-5. janúar. Sést eigi hér á landi.
2. Almyrkvi á tungli 18. —19. janúar. Myrkvinn hefst (tungl nemur við al-
skuggann) þ. 18. kl. 23 50. Almyrkvinn hefst þ. 19. kl. 1 17 og honum lýkur
kl. 1 47. Myrkvanum lýkur (tungl er laust við alskuggann) kl. 3 14.
Tungl er í hásuðri í Reykjavík þ. 19. kl. 0 36 og hátt á lofti og skilyrði
þannig hagstæð til að fylgjast með myrkvanum.
3. Almyrkvi á sólu 30. júní. Almyrkvi verður syðst á landinu, í Vest-
mannaeyjum, syðst í Landeyjum, undir Eyjafjöllum, í Mýrdal, Álftaveri og Meðal*
landi. í Vestmannaeyjum hefst almyrkvinn kl. 11 04 og stendur í rúmlega 1V2
mín. f Vík í Mýrdal hefst hann 1 mín. síðar og stendur í rúmlega 11/2 mínútu.
í Reykjavík hefst myrkvinn kl. 9 54 og lýkur kl. 12 15. Mestur er myrkv-
inn þar kl. 11 04 og er þá aðeins V72 hluti af þvermáli sólar ómyrkvaður. I
Grímsey myrkvast 12/í3 þvermálsins. Austan til á landinu verður myrkvinn 6 - 8
mín. síðar en í Reykjavík. Sjá ennfremur kort og greinargerð aftar í almanakinu.
4. Deildarmyrkvi á tungli 15. —16. júlí. Myrkvinn hefst þ. 15. kl. 22 C9 og
lýkur þ. 16. kl. 0 31, og er tungl þá í hásuðri frá Reykjavík, en mjög lágt á
lofti, og gætir myrkvans lítt.
5. Hringmyrkvi á sólu 25. des. Sést eigi hér á landi.
(2)