Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1954, Side 27
William Gorgas og Panamaskurðurinn.
Þegar Súez-skurðurinn var fullgerður, en hann
stytti stórkostlega skipaleiðina frá Evrópu til Asiu,
var von að menn langaði til að gera sams konar skurð
í gegnum Panamaeiðið, þótt það væri miklu meira
verk. Franskt hlutafélag var stofnað til þess að koma
þessu stórvirki í kring, og það fékk De Lesseps, verk-
fræðinginn, sem hafði stjórnað framkvæmdum við
Súez-skurðinn, til þess að fara vestur og segja álit
sitt um möguleikana á að grafa skurð í gegnum
Panama. Hann sá, að það mundi vera vinnandi
vegur að grafa slíkan skurð, þótt við mikla örðug-
leika væri að etja. Meðan hann dvaldist á Panama-
eiðinu, átti hann tal við landa sinn, sem var búsettur
þar, og réð hann De Lesseps eindregið frá því að
fara af stað með fyrirtækið. „Ef þið farið út i þetta
fyrirtæki,“ sag'ði iandi hans, „verður ekki nóg til
af trjám á eiðinu til þess að grafa verkamenn ykkar.“
Reynslan átti eftir að sýna, að þetta voru ekki svo
miklar ýkjur.
Franslca félagið vann að skurðgreftinum 1881—
1889. Þá neyddist það til að gefast upp. Ekki vegna
þess, að neitt vantaði á hugkvæmni né að fram-
kvæmdaráætlanir verkfræðinga þeirra gætu ekki
staðizt. Seinni tíma athuganir hafa sýnt, að frönsku
verkfræðingarnir höfðu alla sína útreikninga i lagi.
En sjúkdómar drápu fólkið svo ört, án þess að við
yrði ráðið, að ekki var unnt að halda verkinu áfram.
Af hverjum hundrað verkamönnum, sem komu til
vinnu á eiðinu, urðu ekki nema tuttugu verkfærir,
því að allir liinir veiktust, og fjórði hver maður dó.
Yfirframkvæmdastjórinn, Bunau-Varilla, varð að
senda aðalverkfræðing sinn til Frakldands vegna
veikinda. Hann fékk tvo úrvalsverkfræðinga í stað-
(25)