Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1954, Qupperneq 28
inn, en hálfum inánuði eftir komuna veiktust þeir
bátSir og dóu. ÞaS eina, sem stækkaði stórkostlega
í þessu fyrirtæki, var kirkjugarSurinn, þar sem þús-
undir og aftur þúsundir manna voru jarðsettir.
1883 var Jules Dingler verkfræSingur skipaSur til
að veita skurSgreftinum forstöSu. Hann hafSi á-
kveSnar skoSanir um gulu sóttina og aSra sjúkdóma,
sem herjuSu á eiSinu og hélt, aS þeir væru sóSaskap
einum aS kenna. Hann valdi sér þvi fagran staS og
lét reisa þar draumfagurt hús eins og þekktist bezt
i Frakklandi viS MiSjarSarhafiS, og hugSist búa þar
meS konu sinni og börnum, veita af rausn og iifa
eins og franskur greifi. En meSan veriS var aS smiSa
hús hans, veiktist kona hans og börn af gulu sótt-
inni og dóu öll. Honum varS svo mikiS um þetta,
aS hann hvarf heim til Frakklands aftur og dó þar
nokkru síSar.
En þetta var ekkert einsdæmi. Á sama veg fór fyrir
hverjum af öSrum, sem sendur var frá Frakklandi til
þess aS vinna viS þetta mikla fyrirtæki. MeS einu
skipi komu 17 franskir verkfræSingar til Panama.
ASeins einn þeirra komst lifandi aftur til ættlands
síns. Eftir átta ára baráttu sá franska félagiS sér ekki
annaS fært en aS hætta framkvæmdum.
ÁriS 1903 gerSu Bandarikjamenn samning viS Pan-
amarikiS, sem þá var nýlega stofnaS, um aS þeir
mættu grafa skurS í gegnum eiSiS. Þegar ráSist
skyldi í framlcvæmdirnar, sáu allir glöggskyggnir
menn, aS fyrirtækiS var dauSadæmt, ef ekki tækist
aS sigrast á drepsóttunum, sem gert höfSu út af viS
Fraltkana. Þeir, sem kunnugir voru, vissu, aS enginn
lifandi maSur mundi fær um aS sigrast á drepsótt-
unum í Panama, nema ef vera skyldi Willim Gorgas.
Bandarikjastjórn, sem hafSi augastaS á honum til
þessa hlutverks, lét leysa hann frá störfum í Havana
um haustiS 1902, svo aS hann gæti búiS sig undir
heilsuverndarstörfin í Panama.
(26)