Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1954, Side 32
heldur aðeins í gegnum a?5ra, sem töfðu og drógu
og gleymdu og jafnvel stungu undir stól því, sem
mest á reið. Flugnanet voru ekki talin nauðsvnleg
og strikuð út af yfirmönnum hans í Washington,
þegar 'pöntun hans barst þangað. Þegar hann vildi
fá 15000 dollara til þess að koma upp rannsókna-
stofu, var þeirri beiðni þverneitað.
Margur maðurinn hefði fyrir löngu verið þrotinn
að þolinmæði, og stundum lá nærri, að svo færi fvrir
Gorgas, en hann var þreklundaður maður og þrátt
fyrir allt andstreymi og erfiðleika furðu laginn að
fá framgengt með einhverju móti því, sem nauðsyn-
legast var.
Einu sinni var Gorgas að tala við háttsettan emb-
ættismann um, hve nauðsynlegt væri að fá fé til að
hreinsa landið í kringum þá af mj'vargi. Embættis-
maðurinn var jafntregur og flestir aðrir samstarfs-
menn hans að veita nokkrt fé til heilbrigðisstarf-
semi. Hann þóttist vita betur en Gorgas og var hinn
grimmasti:
„Það væri barnaskapur að eyða jafnmiklu fé að-
eins til þess að drepa nokkrar mýflugur." sagði
hann.
„En hugsið þér yður, herra minn,“ sagði Gorgas,
„að ein af þessum mýflugum kæmi og biti yður með
þeim afleiðingum, að þér fengjuð gulu sóttina og lét-
ust úr henni. Hugsið þér yður bara, hvílíkt áfall
það væri fyrir allar framkvæmdir við skurðgröft-
inn.“
Þetta var mál, sem maðurinn skildi, og lét hann
fljótlega losna um féð. En að Gorgas hefði verið
að gera gys að honum datt honum ekki í hug.
Það er áreiðanlegt, að Gorgas fannst leiltur einn
að berjast við drepsóttirnar hjá þvi að eiga í stöðugu
stríði við stjórnmálamennina. Heimska þeirra, skiln-
ingsleysi, síngirni og tilfinningaleysi fyrir högum al-
mennings voru skotheld virki, sem engin vopn gátu
(30)