Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1954, Side 39
Taeniorhynus africanus og Eretmapodites chryso-
gaster.
Nánari rannsóknir á veikinni leiddu í ljós, að ein-
stök tilfelli af gulu sóttinni komu fyrir i Suður-
Ameríku, þar sem enginn aedes var. Menn fóru að
gruna sérstaka mýflugnategund, Haemagogus spegaz-
zini, sem sannaðist 1938, að getur borið veikina. Það
var ekki fyrr en i nóvember 1940, að skýringin fékkst
á því, hvernig þessi fluga, sem lifir ekki innan um
menn, heldur hátt uppi í trjám í frumskógunum,
getur borið gulu sóttina. Læknar frá Rockefeller-
stofnuninni hittu skógarhöggsmenn langt inni í landi
í Colombia í Suður-Ameriku. Þeir biðu, meðan verka-
mennirnir voru að fella tré, til þess að vita, hvað
þeir sæju. Þegar tréð féll, sáu þeir mikinn skara af
haemagogus, sem réðist á mennina og beit þá. Nú
fór að rofa til, og ekki leið á löngu, unz gátan var
ráðin. Haemagogus lifir hátt uppi i trjánum, í ann-
arri veröld, þar sem aparnir eiga heima. Aparnir
sj'kjast af gulu sóttinni, rétt eins og mennirnir. Flug-
urnar bíta þá og bera veikina á milli þeirra rétt eins
og aedes bera hana á milli mannanna. En ef tré
fellur til jarðar af einhverjum orsökum, hikar liaema-
gogus ekki við að bíta menn og færa þeim apaveikina.
Menn héldu, að stríðið við gulu sóttina væri tapað,
þegar þeir uppgötvuðu þessa frumsltógaveiki (jungle-
fever). Hvernig ætti að verða unnt að uppræta drep-
sótt, sem alltaf geisaði meðal apa frumskóganna,
sem engin leið var að ná til?
En Rockefeller-menn hafa ekki til siðs að gefast
upp. Dr. Wilbur A. Sawyer tókst að rækta virus gulu
sóttarinnar i eggjum og framleiða bóluefni, sem gefur
manni lítils háttar sýlringu af gulu sóttinni, en svo
væga, að maður veit naumast af því. En síðan eru
menn ónæmir fyrir henni í 10 ár eða lengur. Með
þessu bóluefni, ásamt mýflugnavörnum, er gulu sótt-
inni nú haldið niðri um allan heim, svo að enginn
(37)