Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1954, Blaðsíða 43
Mikið vai' og unnið að skógrækt á Heiðmörk, frið-
landi Reykvikinga. Sérfræðingur i skógrækt frá Alaska
dvaldist hér á landi um skeið til leiðbeininga. —
Mikið var og unnið að sandgræðslu, einkum á Rang-
ársöndum. Haldið var áfram sandgræðslunni á Stjórn-
arsandi á Síðu. Nytjaplöntur, sem fluttar höfðu verið
inn frá Alaska, t. d. Alaskamelgresi, gáfu góða raun.
— Kornuppskera var víðast fremur rýr og brást surns
staðar algerlega. — Næturfrost í ágústlok spilltu mjög
kartöfluuppskerunni. Brást hún víða nær alveg, en
sums staðar sunnanlands varð hún þó allgóð. Gras-
maðkar ollu miklu tjóni í gulrótargörðum, einkum á
Eyrarbakka. Garðyrkjusýning var haldin í Rvík síðast
í sept. og fyrst í okt. Tilraunir voru gerðar með rækí-
un við rafljós í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í
Ölfusi. í Hveragerði tókst að rækta nýtt tómataat'-
brigði með víxlfrjóvgun. Sykurmais var rækaður í
Hveragerði með góðum árangri. — Ber spruttu allvel
víðast hvar sunnan- og vestanlands, en fremur illa
á Norður- og Austurlandi.
Allmargt unglamba drapst í vorhretum. Talsvert
kvað enn að sauðfjársjúkdómum ,einkum garnaveiki
á Austurlandi. Garnaveiki varð og vart í Eyjafirði, á
Svalbarðsströnd og í Höfðahverfi og ennfremur á
tilraunabúinu í Engey, svo að lóga varð öllu tilrauna-
fénu þar. Mæðiveiki varð vart i Landeyjum. Niður-
skurður fór fram á svæðinu milli Ytri-Rangár og
Mýrdalssands. Á svæðið milli Hvalfjarðar og Ytri-
Rangár, þar sem niðurskurður fór fram 1951, voru
flutt rúmlega 30,000 líflömb. Frá Vestfjörðum voru
rúmlega 10,000 lömb flutt á svæðið frá Hvalfirði að
Ölfusá, úr Þingeyjarsýslu og Eyjafirði um 17,000
lömb á svæðið frá Ölfusá að Þjórsá og um 3,000
lömb úr austurhreppum Vestur-Skaftafellssýslu og
Öræfum á svæðið milli Þjórsár og Ytri-Rangár. —
Skozkur sérfræðingur í sauðfjársjúkdómum dvaidisl
við rannsóknir hér á landi. Páll Pálsson dýralæknir
(41)