Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1955, Blaðsíða 30
Þeg'ar mönnum fór fyrst að verða ljóst, að um
raunverulega aukningu var að ræða á krabbameini
i lungum, frá þvi sem áður hafði verið, var ýmsum
getum að því leitt, hver orsökin væri. Úr þvi að
lungun urðu framar öðrum liffærum fyrir þessu,
var eðlilegt að álykta, að eitthvað væri í andrúms-
loftinu sem gæti valdið krabbameini. Þar sem aukn-
ingin var meiri í borgum en sveitum, datt mönnum
í hug, að það kynni að vera malbikið, sem tiltölu-
lega nýlega var farið að bera á göturnar, sem væri
orsökin. Eða benzíngufurnar frá bílunum, sem voru
nýtt fyrirbæri, sérstaklega í borgarlífinu. Eða eitrun
frá útblæstri bílanna, einkum kolsýrlingurinn, sem
getur orðið töluverður á götum með mikilli bíla-
umferð.
En í Sviss var í sumum borgum ekki farið að mal-
bika göturnar, fyrr en eftir að lungnakrabbinn var
farinn að aukast, og smám saman datt allur botn
úr þeirri kenningu, að krabbameinið gæti verið mal-
bikinu að kenna. Sömu leið fór kenningin um ben-
zingufurnar og útblástursloftið frá bilunum. Ekkert
bar á því, að lögregluþjónar, sem stóðu á stærstu
götuhornum stórborganna og önduðu meira kol-
sýrlingi frá bílunum ofan í sig en nokkrir aðrir,
fengju krabbamein í lungun. Engin staðfesting gat
með nokkru móti fengizt á því, að bílarnir ættu
nokkura sök á lungnakrabbanum og nú eru allir
hættir að reikna með þeim möguleika. Sumir héldu,
að sótið i borgunum gæti verið orsökin, því að vitað
er, að það getur orðið mjög mikið þar sem kolum
er brennt, eins og í Englandi. Ekki var það bein-
línis liklegt, þvi að England hefur svo lengi verið
mikið iðnaðarland og Englendingar hafa öldum
saman andað að sér sóti í stórum stil, án þess að
lungnakrabbi hafi verið algengari þar en annars
staðar. Þó reikna sumir enn með því, að sótið geti
átt einhvern þátt í myndun lungnakrabbameinsins,
(28)