Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1955, Blaðsíða 36
æxlum hefur krabbamein í lungum því aðeins verið
3%, en 0.7% af öllum krufningum. Þetta er mjög
svipað og fannst í flestum löndum Evrópu fyrir og
um aldamótin, þar sem þessi sjúkdómur fannst yfir-
leitt mjög sjaldan, að meðaltali aðeins hjá 0.22% af
öllum krufningum.
1 Englandi var krabbamein i lungum orðið 26%
af öllum illkynjuðum æxlum í karlmönnum 1952.
Á síðustu árum er krabbamein i lungum aðeins
farið að gera vart við sig, en aukningin er ekki
mikil. Á árunum 1932—39 fundust alls aðeins 3
krabbamein i lungum við 691 krufningu eða í 0.4%.
Frá 1940—50 finnast 11 slík krabbamein við 1492
krufningar, eða í 0.7%. Og siðustu 3 árin, 1951, 52
og 53 fundust við 647 krufningar 6 krabbamein í
lungum, eða 0.9%.
Aukningin er því að byrja hér, þótt hægt fari, en
ef ekki verður breytt þeirra stefnu, sem nú er haldið,
er vafalítið, að lungnakrabbin fer vaxandi hér ár
frá ári.
Hvernig og hve mikið regkjum við? Fróðlegt er
að bera saman tóbaksneyzlu Islendinga við aðrar
þjóðir og fer hér á eftir yfirlit yfir sígarettuneyzlu
nokkurra þjóða á þeim árum, sem þau krabbamein,
sem nú eru að gera vart við sig, hafa verið i undir-
búningi. Við verðum að gera ráð fyrir, að það taki
um 20 ár að reykja í sig lungnakrabbann og þá hafa
þau krabbamein, sem siðasta áratuginn hafa gert
vart við sig, verið í undirbúningi allt frá þvi um
1924.
Tafla 5. Sigarettunegzla, enskt pund á mann á ári.
Land 1913 1920 1924 1929 1932 1940 1946
Austurríki ... M 0.87 1.30 1.57 1.85 >» »»
Finnland 0.92 1.34 1.47 1.75 1.33 „ „
Frakkland .... 0.22 0.31 0.57 0.86 0.97 „ „
Þýzkaland .... 0.40 0.72 0.90 1.12 1.06 »> »»
Ungverjaland . „ 0.35 0.60 0.46 5» „
(34)