Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1955, Page 32
í Pradesh og Bihar í Indlandi er tóbak og kalk sett
saman undir vörina í blöndu, sem gengur undir
nafninu khaini og verður sá siður oft til að valda
krabbameini i neðri vör. í Sviþjóð, þar sem all-
mikið er gert að því meðal karimanna að láta tóbak
undir neðri vörina, hafa menn oft séð krabbamein
hljótast af.
Rétt fyrir heimsstyrjöldina seinni tók F. H. Miiller,
sem vann á sjúkrahúsi í Köln, eftir þvi að krabba-
mein í lungum var að verða tíðara. Hann fór að
spyrja sjúklingana um reykingavenjur þeirra og
komst brátt að þeirri niðurstöðu, að þeir höfðu
reykt mjög mikið. Hann rannsakaði 86 karlmenn og
10 konur nákvæmlega út af revkingum þeirra og
komst að þeirri niðurstöðu, að reykingarnar væru
höfuðorsökin til þess, hve lcrabbamein í lungum
hefði farið vaxandi. Hér á eftir fer taflan, sem
sýnir hvað krabbameinssjúklingarnir reyktu, saman-
borið við jafnmarga heilbrigða menn:
Tafla 1. (F. H. Miiller).
86 karlmenn með lungnakrabba 86 heilbrigðir
Óvenju miklir reykingamenn . . 25 (29.07%) 4.7%
10—15 vindlar
yfir 35 sígarettur
yfir 50 g tóbak
Mjög miklir reykingamenn . . 18 (20.93%) 5.8%
7—9 vindlar
26—35 sígarettur
36—50 g tóbak
Miklir reykingamenn ........... 13 (15.12%) 25.6%
5—6 vindlar
16—25 sígarettur
21—35 g tóbak
Hófsmenn ...................... 27 (31.39%) 47.7%
1—3 vindlar
1—15 sígarettur
1—20 g tóbak
Reyktu ekki .................... 3 (3.49%) 16.3%
(30)