Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1955, Blaðsíða 37
Land 1913 1920 1924 1929 1932 1940 1946
Stóra Bretland . 0.71 1.49 1.73 2.26 2.33
ísland ......... 0.03 0.14 0.24 0.40 0.33 0.44 1.50
Af þessari töflu sést, að alveg fram að 1940 er Is-
land langt á eftir öðrum löndum i sigarettuneyzlu.
Það er fyrst 1946, að við komumst jafnhátt og Bretar
voru komnir 1920.
Undanfarinn áratug hafa Bretar verið að súpa
seyðið af því, sem þeir reyktu milli 1920 og 1930.
Síðan hefur sígarettuneyzla þeirra stöðugt farið vax-
andi og lungnakrabbameinið hefur aukizt að sama
skapi ár frá ári og það með slíkum hraða, að orðið
er eitt mesta áhyggjuefni þjóðarinnar, þvi að eng-
inn sér enn fram á, hvernig þeim ósköpum lyktar.
Samkvæmt skýrslum, sem hér hefur verið safnað
um reykingar, er aðeins helmingur karlmanna
(52%) sem reykir. Fjórði hluti (25%) kvennanna
reykir, en þrir fjórðu hlutar þeirra reykja ekki. í
Englandi reykja, samkvæmt skýrslum, sem þar hefur
verið safnað, 96—99, 7% af karlmönnunum og um
50% af konunum (68% af konum með lungnakrabba
og 47% af konum með aðra sjúkdóma). Þegar gert
var upp, hve mikið af sígarettum hver hafði reykt,
varð útkoman þessi (í sjúkrahúsum í Beykjavík):
Tafla 6.
Karlar.
Kjöldi þeirra sem reykt hafa allt að
—25 000 25 000—50 000—100 000—250 000
sígar. sígar. sígar. sígar. sígar.
24 26 35 26 14
(19%) (20%) (28%) (20%) (11%)
Konur.
Fjöldi þeirra sem reykt hafa allt að
—25 000 25 000—50 000—100 000—250 000
sigar. sígar. sígar. sígar. sígar.
25 23 14 2 2
(37%) (34%) (21%) (4%) (3%)
(35)
Reykja ekki
126
Reykja ekki
216