Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1955, Blaðsíða 95
Hvernig bárust handritin úr landi?
Það er kunnara en eyða þurfi að því mörgum
orðum að nálega öll íslenzk skinnhandrit sem varð-
veitt eru hafa um langan aldur verið geymd í er-
lendum söfnum. Sömu sögu er að segja um obbann
af elztu pappirshandritum íslenzkum, a. m. k. þeim
sem skráð eru fyrir 1700. Ef rekja ætti þá sögu til
hlitar, hvernig handritin bárust úr landi, yrði það
lengra mál en kostur er á að þessu sinni; það sem
hér fer á eftir verður þvi aðeins stutt yfirlit.
Frá upphafi íslenzkrar ritaldar voru náin tengsl
milli íslendinga og Norðmanna í menningarmálum.
Þessi tengsl stöfuðu ekki aðeins af sameiginlegri tungu
og bókmenntaarfi kvæða og sagna, heldur átti þar i
drjúgan þátt kirkjuvaldið, eftir að erkistóll var settur
í Niðarósi, og síðar sambandið við norsku hirðina
og konungsvaldið, ekki sízt eftir að íslendingar
gengu konungi á hönd. íslendingar skrifuðu upp
norsk rit handa sjálfum sér, og íslenzk rit bárust til
Noregs eða voru skrifuð upp i Noregi af islenzkum
mönnum. Heimildir um þessa starfsemi eru þó helzt
til fáar, en vist er að varðveitzt hafa þó nokkrar
skinnbækur skrifaðar af islenzkum mönnum, sem frá
upphafi eða lengst af voru erlendis. Allar hafa þessar
bækur verið i Noregi i fyrstu; fáeinar bárust til Svi-
þjóðar snemma á öldum, en flestar lentu i Danmörku
þegar fram liðu stundir. Slitur úr skinnhandritum
sem fundizt hafa i norskum skjalasöfnum frá 17. öld,
sýna að fjöldi handrita hefur farið þar forgörðum,
og mörg þeirra hafa verið skrifuð af íslenzkum
mönnum.
Þau íslenzk handrit sem varðveittust í Noregi voru
ekki sízt handrit af konungasögum, enda eðlilegt að
(93)