Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1955, Blaðsíða 39
ettur á dag að raeðtaltali. Ef þessir ungu menn halda
þannig áfram, vofir hættan af lungnakrabbanum
yfir þeim.
Horfur: Enginn efi er á þvi, að ef unga fólkið held-
ur áfram að reykja eins og það gerir nú, verða örlög
þess þau sömu og örlög þeirra hafa orðið, sem
þannig reyktu í Bretlandi fyrir aldarfjórðungi síðan.
Og ef reykingar halda áfram að aukast hér eins og
þær hafa gert í öðrum löndum, verðum við að búast
við sömu aukningu á krabbameini í lungunt og þar
hefur orðið. Allt bendir til þess, að sígarettureyk-
ingar sé langhættulegastar. Næst þeim vindlarnir,
en að pipan sé ekki nærri eins hættuleg. Ef menn
treysta sér ekki til þess að hætta að reykja, ættu þeir
því heldur að taka upp pípureykingar, einnig kon-
urnar.
Enginn sem til þekkir efast um, að hér er um mjög
alvarlegt mál að ræða fyrir þjóðina. Við sjáum
hvernig gengur hjá reykingaþjóðunum, hvernig
krabbamein i lungum eykst þar ár frá ári, og er alltaf
að aukast, svo að enginn er kominn til að segja hví-
likur ógurlegur mannfellir muni verða af því eftir
10 ár. Það hefur næstum tífaldazt í Englandi frá
1931 til 1952 og ef það skyldi eiga eftir að tífaldast
frá þvi sem nú er á næstu 20 árum, yrði það með
mestu plágum, sem sögur fara af.
í ritgerð sem Jóhannes Clemmesen, sem manna
mest hefur fylgzt með krabbameini í Danmörku og
víðar, birti í april 1954, um útbreiðslu krabbameins
i lungum, kemst hann svo að orði i niðurlagi ritgerð-
arinnar
„Það er ómögulegt að komast hjá þeirri ályktun
af þeim rannsóknum, sem hér hefur verið gerð grein
fyrir, að við stöndum nú andspænis stórkostlegri
hrakför, sem nú er í uppsigiingu í sögu læknisfræð-
innar (we are now facing the beginning of one of
the major catastrophes in medical history). Ban-
(37)