Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1955, Blaðsíða 35
Konur:
MeS lungnakrabba 10 19 5 7 0
24.4% 46.3% 12.2% 17.1%
Með aðra sjúkdóma 19 5 3 1 0
67.9% 17.9% 10.7% 3.6%
Af þessari töflu sést greinilega aS þeir sem eru
með krabbamein í lungum hafa rcykt meira en hinir,
sem eru meS aðra sjúkdóma, en hún sýnir, eins og
hinar, fyrst og fremst hve geisilega mikið er reykt í
Englandi, ekki aðeins af þeim sem hafa fengið
krabbamein í lungun, heldnr einnig af þeim, sem
aðra sjúkdóma hafa. En við megum vara okkur á
að skilja töfluna þannig, að þeir sem eru með aðra
sjúkdóma en lungnakrabba séu sloppnir við hann.
Þeir hafa hann ekki þegar skýrslan er tekin, en
búast má við, að viss fjöldi þcirra sjúklinga lendi i
flokki lungnakrabbasjúklinganna með tímanum, sér-
staklega þeir sem mest reykja, þar sem tilhneigingin
er sýniiega hjá krabbameininu að tína það fólk úr.
Lungnakrcibbamein á íslandi. Erfitt er að þekkja
krabbamein í lungum, einkurn á byrjunarstigi, þegar
það er oft tekið fyrir einfalda berkjubólgu (bron-
chitis), en einnig á seinni stigum sjúkdómsins, þegar
það getur líkst lungnaberklum, lungnasulli eða lang-
vinnri lungnabólgu. Og þar sem skurðlækningum
hefur til skamms tima yfirleitt eklíi verið beitt gegn
þessum sjúkdómi, má búast við að a. m. k. nokkur
hluti slíkra sjúkdómstilfella hafi ekki komið fram á
dánarvottorðum, enda verður þeirra varla vart þar.
En við krufningar fær lungnakrabbinn ekki leynt
sér og er því mest að marka, hvað fundizt hefur af
honum við þær krufningar, sem hér hafa verið
framkvæmdar.
Á árunum 1932—1953 voru alls framkvæmdar hér
2820 krufningar. í þeim fundust 644 illkynjuð æxli
alls. Meðal þeirra voru 20 krabbamein í lungum, 14
hjá karlmönnum og 6 hjá konum. Af öllum illkynja
(33)
2