Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1955, Blaðsíða 82
Voru gerðir út margir leiðangrar á slysstaðinn, en
það gekk seinlega sökum illviðra.
í janúar var Guðmundi Halldórssyni frá Bæ í Stein-
grímsfirði veitt fyrsta afreksmerki hins íslenzka lýð-
veldis fyrir afrek í sambandi við björgun skipverja
af togaranum „Verði“, er fórst 29. jan. 1950. 31. marz
bjargaði Guðmundur Karlsson, brunavörður í Rvík,
barni á fyrsta ári út úr brennandi húsi og sýndi við
það mikið áræði. Hinn 30. okt. unnu tveir skipverjar
á togaranum „Sléttbak“ frá Akureyri frækilegt björg-
unarafrek. Vörpuðu þeir sér útbyrðis og björguðu fé-
laga sínum, er fallið hafði útbyrðis og lærbrotnað í
fallinu. Björgunarmennirnir voru Garðar Halldórs-
son og Ólafur Aðalbjarnarson.
Stjórnarfar. Tveir nýir stjórnmálaflokkar voru
stofnaðir fyrri hluta árs, Lýðveldisflokkur íslands
og Þjóðvarnarflokkur íslands. Almennar alþingis-
kosningar fóru fram 28. júní. Úrslit urðu þau, að
Sjálfstæðisfl. fékk 28.738 atkv. og 21 þingmann (við
alþingiskosningarnar 1949 28.546 atkv. og 19 þing-
menn), Framsóknarfl. 16.959 atkv. og 16 þingmenn
(1949 17.659 atkv. og 17 þingm.), Sósialistafl. 12.422
atlcv. og 7 þingm. (1949 14.077 atkv. og 9 þingm),
Alþýðufl. 12.093 atkv. og 6 þingm. (1949 11.937 atkv.
og 7 þingm.), Þjóðvarnarfl. 4.669 atkv. og 2 þingm.,
Lýðveldisfl. 2.531 atkv. og engan þingmann. Eftir
kosningar hófust samningar um stjórnarmvndun.
11. september baðst ráðuneyti Steingrims Stein-
þórssonar lausnar, og sama dag tók við nýtt ráðu-
neyti undir forsæti Ólafs Thors. Var það samsteypu-
stjórn Sjálfstfl. og Framsóknarfl. Var Ólafur Thors
forsætis- og útvegsmálaráðherra, Bjarni Benedikts-
son dómsmála- og menntamálaráðherra, Eysteinn
Jónsson fjármálaráðherra, Ingólfur Jónsson við-
skiptamála-, iðnaðarmála- og heilbrigðismálaráð-
ráðherra, dr. Kristinn Guðmundsson utanríkismála-
og samgöngumálaráðherra og Steingrímur Steinþórs-
(80)